Temdu þér auðmýkt
„Sá sem minnstur er meðal ykkar allra, hann er mestur.“ – LÚK. 9:48
1, 2. Hvernig áminnti Jesús postula sína og af hverju?
ÞETTA var árið 32. Jesús var staddur í Galíleu þegar skyndilega kom upp ágreiningur. Nokkrir postular hans voru að metast um það hver þeirra væri mestur. Guðspjallaritarinn Lúkas segir: „Sú spurning kom fram meðal þeirra hver þeirra væri mestur. Jesús vissi hvað þeir hugsuðu í hjörtum sínum og tók lítið barn, setti það hjá sér og sagði við þá: ,Hver sem tekur við þessu barni í mínu nafni tekur við mér og hver sem tekur við mér tekur við þeim er sendi mig. Því að sá sem minnstur er meðal ykkar allra, hann er mestur.‘“ (Lúk. 9:46-48) Þolinmóður en ákveðinn leiddi Jesús postulum sínum fyrir sjónir að þeir þyrftu að vera auðmjúkir.
2 Var almennt viðhorf Gyðinga á fyrstu öldinni í samræmi við áminningu Jesú um auðmýkt? Nei, þvert á móti. Í bókinni Theological Dictionary of the New Testament segir um þjóðfélagsástandið á þessum tíma: „Fólki var ofarlega í huga í öllum samskiptum hver væri mestur, og það var stöðugt áhyggjuefni hvort hver og einn fengi þá virðinu sem honum bar.“ Jesús var að minna postula sína á að hafa ekki sama hugarfar og flestir höfðu.
3. (a) Hvernig hegðum við okkur eins og sá sem minnstur er og hvers vegna getur það verið áskorun? (b) Hvaða spurningar ætlum við að skoða í þessari grein?
3 Gríska orðið, sem hér er þýtt „sá sem minnstur er“, merkir sá sem er hógvær, auðmjúkur, lítillátur og smávægilegur eða lítilfjörlegur og valdalaus. Til að sýna postulunum fram á að þeir ættu að vera hógværir og auðmjúkir benti Jesús þeim á lítið barn. Þessi áminning er jafn viðeigandi fyrir kristna menn núna eins og hún var á
fyrstu öldinni. Það gæti verið okkur mikil áskorun að hegða okkur eins og sá sem minnstur er, að minnsta kosti við sumar aðstæður. Vegna ófullkomleikans hættir okkur til að vera stolt og þar af leiðandi getur okkur fundist við vera betri en aðrir. Samkeppnisandinn í heimi Satans gæti gert okkur eigingjörn, óvægin eða stjórnsöm. Hvernig getum við tamið okkur auðmýkt? Hvað átti Jesús við þegar hann sagði að ,hinn minnsti væri mestur‘? Á hvaða sviðum lífsins ættum við að temja okkur auðmýkt?„HVÍLÍKT DJÚP RÍKDÓMS, SPEKI OG ÞEKKINGAR GUÐS!“
4, 5. Hvað getur fengið okkur til að sýna auðmýkt? Skýrðu með dæmi.
4 Ein leið til að temja okkur auðmýkt er sú að velta fyrir okkur hve Jehóva er mikill í samanburði við okkur. Í raun er ,viska hans órannsakanleg‘. (Jes. 40:28) Páll postuli benti á mikilfengleika Jehóva þegar hann skrifaði: „Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans!“ (Rómv. 11:33) Þó svo að þekking manna hafi vaxið mikið á þeim 2.000 árum síðan Páll skrifaði þessi orð eru þau engu að síður sönn. Þrátt fyrir mikla þekkingu ættum við samt að sýna auðmýkt og gera okkur grein fyrir því að við getum endalaust lært um Jehóva, sköpunarverk hans og fyrirætlanir.
5 Það hjálpaði Leó * að vera auðmjúkur þegar hann áttaði sig á því að við erum einfaldlega ekki fær um að læra allt um Jehóva og handaverk hans. Leó var heillaður af vísindum þegar hann var ungur. Hann lærði stjarneðlisfræði til þess að reyna að skilja eins mikið og hann gat um alheiminn og komst þá að mikilvægri niðurstöðu. Hann segir: „Ég komst að því með rannsóknum mínum að það eru litlar líkur á að núverandi kenningar vísindanna geti veitt fólki fullkominn skilning á alheiminum. Ég fór því að læra lögfræði í staðinn.“ Hann starfaði sem saksóknari og varð seinna meir dómari. Síðar fór hann ásamt eiginkonu sinni að kynna sér Biblíuna með hjálp votta Jehóva. Þau tóku við sannleikanum og létu skírast sem vígðir þjónar Jehóva. Hvað hjálpaði Leó að temja sér auðmýkt þrátt fyrir mikla menntun? Án þess að hika segir hann: „Ég komst að því að það er alveg sama hvað við lærum mikið um Jehóva og alheiminn, það er alltaf hægt að læra meira.“
6, 7. (a) Hvernig er Jehóva okkur frábært fordæmi í lítillæti? (b) Hvernig getur lítillæti Jehóva gert einhvern „mikinn“?
1. Kor. 3:9) Hugsaðu þér! Jehóva, sem er öllum æðri, auðsýnir okkur þann heiður að leyfa okkur að nota orð sitt, Biblíuna, til að boða fagnaðarerindið. Þótt Jehóva láti fræin vaxa leyfir hann okkur að vinna með sér við að gróðursetja þau og vökva. (1. Kor. 3:6, 7) Finnst þér það ekki frábært dæmi um auðmýkt Jehóva? Fordæmi hans ætti auðvitað að vera okkur öllum hvatning til að vera lítillát.
6 Ef við skoðum hversu auðmjúkur Jehóva er gæti það líka fengið okkur til að temja okkur auðmýkt. Páll postuli bendir á að við séum „samverkamenn Guðs“. (7 Fordæmi Jehóva hafði djúpstæð áhrif á sálmaskáldið Davíð. Hann ávarpaði Jehóva í söng: „Þú gafst mér skjöld hjálpræðis þíns, og lítillæti þitt gjörði mig mikinn.“ (2. Sam. 22:36, Biblían 1981) Davíð vissi að það var aðeins vegna Jehóva sem hann gat gert stórkostlega hluti í Ísrael. Jehóva hafði sýnt mikið lítillæti með því að gefa Davíð gaum og hjálpa honum. (Sálm. 113:5-7) Er það ekki eins með okkur farið? Hvaða kosti, eiginleika og ábyrgð hefur þú sem þú hefur ekki þegið frá Jehóva? (1. Kor. 4:7) Sá sem minnstur er getur verið „mestur“ í þeim skilningi að hann verður verðmætari í augum Jehóva sem þjónn hans. (Lúk. 9:48) Lítum nánar á hvernig það er mögulegt.
,SÁ SEM MINNSTUR ER MEÐAL YKKAR ER MESTUR‘
8. Hvernig hefur auðmýkt áhrif á viðhorf okkar til safnaðar Jehóva?
8 Auðmýkt er okkur nauðsynleg til að við séum sátt í söfnuði Jehóva og styðjum starfsaðferðir safnaðarins. Tökum Önnu sem dæmi. Hún er ung kona sem ólst upp sem vottur Jehóva. Hún yfirgaf söfnuðinn vegna þess að hún vildi fara sínar eigin leiðir. Mörgum árum síðar fór hún aftur að mæta á samkomur. Núna er hún glöð að tilheyra söfnuði Jehóva og styður heilshugar starfsaðferðir safnaðarins. Hvernig hefur viðhorf hennar breyst? Hún segir: „Það var mikilvægt að ég lærði að temja mér auðmýkt og hógværð svo að ég yrði ánægð í söfnuði Guðs.“
9. Hvernig lítur auðmjúkur maður á andlegu fæðuna? Hvernig verður hann verðmætari í augum Guðs?
9 Sá sem er auðmjúkur er innilega þakklátur fyrir allt það sem Jehóva sér honum fyrir, þar á meðal andlegu fæðuna. Þess vegna er slíkur maður duglegur biblíunemandi og les reglulega tímaritin Varðturninn og Vaknið! Eins og margir trúfastir þjónar Jehóva gerir hann það að venju sinni að lesa nýjustu ritin áður en hann kemur þeim fyrir á bókahillunni í bókasafni sínu. Við sýnum auðmýkt og þakklæti með því að lesa og rannsaka biblíutengd rit. Þannig tökum við framförum í trúnni og þá getur Jehóva notað okkur enn betur í þjónustu sinni. – Hebr. 5:13, 14.
10. Hvernig getum við hegðað okkur eins og sá sem er minnstur innan safnaðarins?
10 Sá sem er minnstur getur líka verið „mestur“ á annan hátt. Í öllum söfnuðum eru hæfir menn útnefndir með hjálp heilags anda Jehóva til að þjóna sem öldungar. Þeir sjá um að haldnar séu samkomur og samansafnanir fyrir boðunarstarfið ásamt því að hlúa að söfnuðinum. Þegar við hegðum okkur Hebreabréfið 13:7, 17.) Ef þú þjónar sem öldungur eða safnaðarþjónn sýnirðu lítillæti með því að vera Jehóva þakklátur fyrir þá ábyrgð sem hann treystir þér fyrir.
eins og sá sem er minnstur og styðjum fúslega þetta fyrirkomulag stuðlum við að gleði, friði og einingu safnaðarins. (Lestu11, 12. Hvaða hugarfar gerir okkur verðmæt í söfnuði Jehóva og hvers vegna?
11 Auðmjúkur maður er verðmætur í söfnuði Jehóva af því að auðmýkt hans gerir hann að nytsömum þjóni Guðs. Jesús þurfti að minna lærisveinana á að hegða sér eins og sá sem minnstur er af því sumir þeirra létu ráðandi viðhorf manna á þeim tíma hafa áhrif á sig. Í Lúkasi 9:46 segir: „Sú spurning kom fram meðal þeirra hver þeirra væri mestur.“ Gæti okkur líka farið að finnast við betri en trúsystkini okkar eða yfir annað fólk hafin? Margir í kringum okkur eru bæði hrokafullir og eigingjarnir. Líkjum ekki eftir hegðun þeirra heldur sýnum auðmýkt. Þegar við gerum það og látum vilja Guðs ganga fyrir í lífinu erum við uppörvandi félagsskapur fyrir trúsystkini okkar.
12 Sú áminning Jesú að hegða okkur eins og sá sem er minnstur er virkilega hvetjandi. Ættum við ekki að reyna að sýna þetta hugarfar á öllum sviðum lífsins? Skoðum betur hvernig við getum gert það.
LEGGÐU ÞIG FRAM UM AÐ SÝNA AUÐMÝKT
13, 14. Hvernig geta hjón sýnt lítillæti og hvaða áhrif getur það haft á hjónabandið?
13 Innan hjónabandsins. Mörgum er svo umhugað um réttindi sín að þeir krefjast þeirra jafnvel þótt það brjóti gegn réttindum annarra. Auðmjúkur maður hefur hins vegar það hugarfar sem Páll hvetur til í Rómverjabréfinu. Þar skrifaði hann: „Keppum þess vegna eftir því sem til friðar heyrir og eflir samfélagið.“ (Rómv. 14:19) Sá sem er auðmjúkur leitast eftir að eiga frið við alla menn og þá sérstaklega sinn heittelskaða maka.
14 Tökum afþreyingu sem dæmi. Hjón gætu haft ólíkar skoðanir þegar um afþreyingu er að ræða. Kannski langar manninn til að vera heima og lesa bók í frítíma sínum. En konan myndi frekar kjósa að fara út að borða eða heimsækja vini. Væri ekki auðveldara fyrir hana að sýna manni sínum virðingu ef hann sýndi auðmýkt og tæki tillit til þess hvað hana langar til að gera og hvað ekki í stað þess að hugsa aðeins um sjálfan sig? Og maðurinn metur og elskar konuna sína enn meira ef hún reynir ekki alltaf að fá sínu fram heldur virðir óskir hans. Hjónabandið styrkist þegar bæði hjónin sýna lítillæti. – Lestu Filippíbréfið 2:1-4.
15, 16. Hvaða eiginleika talaði Davíð um í Sálmi 131 og hvernig sýnum við hann í söfnuðinum?
15 Innan safnaðarins. Margir í heiminum almennt vilja fá allt sem þá langar í á stundinni. Þolinmæði þeirra er af skornum skammti og bið er þeim erfið þraut. Ef við temjum okkur auðmýkt hjálpar það okkur að bíða þolmóð eftir Jehóva eða vona á hann. (Lestu Sálm 131:1-3.) Við hljótum öryggi og blessun, hugarró og ánægju þegar við sýnum auðmýkt og bíðum eftir honum. Það er því ekkert skrýtið að Davíð skuli hafa hvatt Ísraelsmenn til að bíða þolinmóðir eftir Guði sínum.
Sálm. 42:6) Kannski langar þig til að þjóna sem öldungur og hjálpa meira til í söfnuðinum. (1. Tím. 3:1-7) Þú ættir auðvitað að biðja um heilagan anda Guðs og gera allt sem í þínu valdi stendur til að þroska með þér þá eiginleika sem umsjónarmaður þarf að búa yfir. En hvað ef þér finnst það taka lengri tíma hjá þér en öðrum? Auðmjúkur maður, sem bíður þolinmóður eftir þjónustuverkefnum, heldur áfram að þjóna Jehóva með gleði í hverju því starfi sem honum er falið að sinna.
16 Við getum fengið hughreystingu eins og Davíð ef við bíðum þolinmóð eftir Jehóva. (17, 18. (a) Hvaða gagn hlýst af því að biðjast afsökunar og vera fús til að fyrirgefa? (b) Á hvaða ráð er bent í Orðskviðunum 6:1-5?
17 Í samskiptum okkar við aðra. Margir eiga erfitt með að biðjast afsökunar. Hins vegar sýna þjónar Guðs að þeir eru auðmjúkir þegar þeir játa mistök sín og biðjast fyrirgefningar. Þeir eru líka tilbúnir til að fyrirgefa öðrum. Fyrirgefning stuðlar að friði í söfnuðinum en stolt ýtir undir flokkadrætti og deilur.
18 Það gæti líka verið að við þyrftum að sýna auðmýkt og biðjast innilegrar afsökunar þegar við getum ekki staðið við loforð sem við höfum gefið í góðri trú. Við ættum þó samt að líta í eigin barm og játa mistök okkar þótt það sem gerðist sé kannski ekki eingöngu okkur að kenna. – Lestu Orðskviðina 6:1-5.
19. Af hverju ættum við að vera þakklát fyrir að Biblían skuli hvetja okkur til að vera auðmjúk?
19 Erum við ekki þakklát fyrir að Biblían skuli hvetja okkur til að vera auðmjúk? Oft getur okkur fundist erfitt að hegða okkur eins og sá sem minnstur er. En munum að Jehóva Guð, sem er okkur miklu æðri, er sjálfur auðmjúkur. Ætti það ekki að vera okkur hvatning til að vilja sýna þennan dýrmæta eiginleika? Ef við erum auðmjúk verðum við líka verðmætari þjónar Jehóva. Reynum þess vegna öll að temja okkur auðmýkt.
^ gr. 5 Nöfnum hefur verið breytt.