Spurningar frá lesendum
Hverjir voru „synir Guðs“ sem voru uppi fyrir flóðið samkvæmt 1. Mósebók 6:2, 4?
Öll rök hníga að því að hér sé átt við andaverur. Hvaða rök eru það?
Í fyrra versinu stendur: „Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á.“ – 1. Mós. 6:2.
Í Hebresku ritningunum eru „synir Guðs“ nefndir í 1. Mósebók 6:2, 4; Jobsbók 1:6; 2:1; 38:7 og ,guðanna synir‘ í Sálmi 89:7. Hvað gefa þessir textar til kynna um eðli þessara ,sona Guðs‘?
„Synir Guðs,“ sem minnst er á í Jobsbók 1:6, eru greinilega andaverur sem voru saman komnar frammi fyrir Guði. Satan var meðal þeirra en hann hafði verið „á ferðalagi hingað og þangað um jörðina“. (Job. 1:7; 2:1, 2) Í Jobsbók 38:4-7 er einnig talað um ,syni Guðs sem fögnuðu þegar hornsteinn jarðar var lagður‘. Þetta hljóta að hafa verið englar því að það var ekki búið að skapa mennina á þeim tíma. Þegar talað er um ,guðanna syni‘ í Sálmi 89:7 samkvæmt Biblíunni 2007 er greinilega ekki átt við menn heldur himneskar verur í návist Guðs.
Hverjir eru þá „synir Guðs“ sem nefndir eru í 1. Mósebók 6:2, 4? Samkvæmt versunum hér á undan er rökrétt að ætla að þetta séu andaverur sem stigu niður til jarðar.
Sumir eiga erfitt með að ímynda sér að englar geti haft áhuga á kynlífi. Samkvæmt orðum Jesú í Matteusi 22:30 ganga andaverur hvorki í hjónaband né stunda kynlíf. Englar hafa þó stöku sinnum myndað mannslíkama og jafnvel borðað og drukkið með mönnum. (1. Mós. 18:1-8; 19:1-3) Það er því rökrétt að álykta sem svo að englar geti haft kynmök við konur þegar þeir hafa holdgast.
Það eru biblíuleg rök fyrir því að sumir af englunum hafi einmitt gert það. Í 6. og 7. versi Júdasarbréfsins er talað um að Sódómumenn hafi stundað óleyfilegt kynlíf, og athæfi þeirra er líkt við framferði „englanna sem ekki gættu tignar sinnar heldur yfirgáfu eigin bústað“. Það var sameiginlegt með englunum og Sódómumönnum að þeir ,drýgðu saurlifnað og stunduðu óleyfilegt kynlíf‘. Í 1. Pétursbréfi 3:19, 20 er hliðstæð lýsing þar sem englar eru sagðir hafa óhlýðnast „á dögum Nóa“. (2. Pét. 2:4, 5) Framferði þessara óhlýðnu engla á dögum Nóa er því sambærilegt við synd Sódómu- og Gómorrumanna.
Þetta er rökrétt ályktun í ljósi þess að „synir Guðs“, sem nefndir eru í 1. Mósebók 6:2, 4, eru þeir hinir sömu og englarnir sem holdguðust og drýgðu saurlifnað með konum.
1. Pét. 3:19) Hvað merkir það?
Í Biblíunni segir að Jesús hafi ,prédikað fyrir öndunum í varðhaldi‘. (Pétur postuli nefnir að þessir andar hafi „óhlýðnast fyrrum, á dögum Nóa, þegar Guð sýndi biðlund og beið“. (1. Pét. 3:20) Pétur er greinilega að tala um andaverur sem kusu að ganga til fylgis við Satan í uppreisn hans. Júdas minnist á ,englana sem ekki gættu tignar sinnar heldur yfirgáfu eigin bústað‘ og segir að Guð hafi „geymt þá í myrkri í ævarandi fjötrum til dómsins á deginum mikla“. – Júd. 6.
Á hvaða hátt óhlýðnuðust andaverur á dögum Nóa? Fyrir flóðið mynduðu þessir illu andar sér mannslíkama en Guð hafði aldrei ætlað þeim það hlutverk. (1. Mós. 6:2, 4) Og þegar englarnir höfðu kynmök við konur bar það vitni um afbrigðilegar hvatir. Guð skapaði ekki andaverur með það fyrir augum að þær hefðu kynmök. (1. Mós. 5:2) Þessum illu og óhlýðnu englum verður útrýmt þegar þar að kemur. Eins og Júdas nefnir eru þeir núna ,geymdir í myrkri‘, það er að segja í eins konar andlegu varðhaldi.
Hvenær og hvernig prédikaði Jesús fyrir þessum öndum í varðhaldi? Pétur segir að þetta hafi gerst eftir að Jesús var „lifandi ger í anda“. (1. Pét. 3:18, 19) Tökum líka eftir að sögnin „prédikaði“ stendur í þátíð. Það bendir til þess að Jesús hafi gert þetta áður en Pétur skrifaði fyrra bréfið. Einhvern tíma eftir að Jesús var reistur upp frá dauðum virðist hann því hafa flutt illu öndunum yfirlýsingu um refsinguna sem þeir verðskulda og eiga í vændum. Boðskapur hans veitti þeim enga von. Hann boðaði þeim aðeins dóm. (Jónas 1:1, 2) Jesús var búinn að sýna trú og hollustu allt til dauða og hljóta upprisu. Hann hafði sannað að Satan hafði ekkert tak á honum og var því í aðstöðu til að boða slíkan dóm. – Jóh. 14:30; 16:8-11.
Í framtíðinni á Jesús eftir að binda bæði Satan og þessa engla og varpa þeim í undirdjúpið. (Lúk. 8:30, 31; Opinb. 20:1-3) Þangað til eru óhlýðnu englarnir geymdir í myrkri og að lokum verður þeim tortímt. – Opinb. 20:7-10.