„Styrk þú trúsystkin þín þegar þú ert snúinn við“
PÉTUR grét beisklega eftir að hafa neitað því að hann þekkti Jesú. Þótt það kostaði hann baráttu að endurheimta jafnvægi í þjónustu Jehóva kaus Jesús að nota hann til að hjálpa öðrum. Þess vegna sagði Jesús við hann: „Styrk þú trúsystkin þín þegar þú ert snúinn við.“ (Lúk. 22:32, 54-62) Pétur varð síðar einn af máttarstólpum kristna safnaðarins á fyrstu öld. (Gal. 2:9) Á sama hátt getur bróðir, sem var áður safnaðaröldungur, axlað þá ábyrgð á ný og haft ánægju af því að styrkja bræður og systur í trúnni.
Sumir hafa verið látnir hætta sem umsjónarmenn og hefur af þeim sökum fundist þeir einskis nýtir. Julio * þjónaði sem safnaðaröldungur í Suður-Ameríku í rúmlega 20 ár. Hann sagði: „Stór hluti af lífi mínu var að undirbúa ræður, heimsækja trúsystkin og fara í hirðisheimsóknir. Skyndilega heyrði þetta allt sögunni til og skildi eftir sig ákveðið tómarúm. Þetta tímabil var mér mjög þungbært.“ Julio þjónar nú aftur sem öldungur.
„ÁLÍTIÐ ÞAÐ MESTA FAGNAÐAREFNI“
Lærisveinninn Jakob skrifaði: „Álítið það mesta fagnaðarefni er þið ratið í ýmiss konar raunir.“ (Jak. 1:2) Jakob var að vísa til þeirra rauna sem við rötum í vegna ofsókna og ófullkomleika okkar. Hann tiltekur girndir okkar, tilhneiginguna að fara í manngreinarálit og fleira. (Jak. 1:14; 2:1; 4:1, 2, 11) Það getur verið sárt þegar Jehóva agar okkur. (Hebr. 12:11) En slíkar raunir þurfa ekki að ræna okkur gleðinni.
Þótt við höfum verið látin hætta að gegna ábyrgðarstöðu í söfnuðinum er ekki um seinan að endurmeta trú okkar og sýna kærleika okkar til Jehóva. Þetta er líka tækifæri til að íhuga hvötina að baki þjónustu okkar. Var það vegna eigin Post. 20:28-30) Fyrrverandi safnaðaröldungar, sem halda áfram að inna heilaga þjónustu af hendi, sýna öllum, þar á meðal Satan, að kærleikur þeirra til Jehóva er ósvikinn.
hagsmuna eða sóttumst við eftir slíku starfi vegna kærleika til Guðs og fullvissu okkar um að söfnuðurinn tilheyri honum og verðskuldi umhyggju? (Þegar Davíð konungur var agaður fyrir að drýgja alvarlegar syndir bætti hann ráð sitt og fékk fyrirgefningu. Hann söng: „Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki misgjörð og ekki geymir svik í anda.“ (Sálm. 32:1, 2) Aginn hjálpaði Davíð að bæta ráð sitt og vafalaust líka að gæta hjarðar Guðs betur en áður.
Bræður, sem snúa aftur til að þjóna sem safnaðaröldungar, verða gjarnan betri hirðar en þeir voru áður. „Núna skil ég betur hvernig ég get hjálpað þeim sem gera mistök,“ sagði öldungur sem býr yfir slíkri reynslu. Annar öldungur sagði: „Nú finnst mér enn þá dýrmætara að fá að þjóna trúsystkinum mínum.“
GETUR ÞÚ SNÚIÐ VIÐ?
„[Jehóva] þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður,“ skrifaði sálmaskáldið. (Sálm. 103:9) Við ættum því ekki að hugsa sem svo að Guð treysti þeim aldrei aftur sem hefur gert alvarleg mistök. „Ég var miður mín vegna mistaka minna,“ segir Ricardo sem var látinn hætta sem safnaðaröldungur eftir margra ára þjónustu. „Vanmáttarkenndin hindraði mig lengi í að snúa aftur og þjóna sem umsjónarmaður í söfnuðinum. Mig skorti sjálfstraust til að sýna aftur fram á að ég væri traustsins verður. En þar sem ég nýt þess að hjálpa öðrum gat ég haldið biblíunámskeið, uppörvað bræður og systur í ríkissalnum og farið í boðunarstarfið með þeim. Það hjálpaði mér að endurheimta sjálfstraustið og nú þjóna ég aftur sem öldungur.“
Ef bróðir elur með sér gremju getur það hindrað hann í að þjóna sem öldungur. Það er miklu betra að líkja eftir Davíð, þjóni Jehóva, sem þurfti að 1. Sam. 24:5-8; 26:8-12) Davíð harmaði Sál konung og Jónatan, son hans, þegar þeir féllu í orustu og talaði um að þeir væru „dáðir og elskaðir“. (2. Sam. 1:21-23) Davíð ól ekki með sér gremju.
flýja hinn öfundsjúka Sál. Davíð hefndi sín ekki á Sál þótt hann fengi tækifæri til þess. (Ef þér finnst þú vera fórnarlamb óréttlætis eða misskilnings skaltu ekki leyfa gremju að ná tökum á þér. Þegar William var til dæmis látinn hætta að gegna ábyrgðarstörfum sem öldungur í Bretlandi eftir 30 ára starf fann hann til gremju gagnvart nokkrum öldungum í söfnuðinum. Hvað hjálpaði William að ná jafnvægi á ný? „Mér fannst uppörvandi að lesa Jobsbók,“ sagði hann. „Fyrst Jehóva hjálpaði Job að sættast við vini sína þrjá, þá hlýtur hann að hafa enn meiri ástæðu til að hjálpa mér að sættast við safnaðaröldungana.“ – Job. 42:7-9.
GUÐ BLESSAR ÞÁ SEM ÞJÓNA Á NÝ SEM HIRÐAR
Ef þú ákvaðst sjálfur að hætta að þjóna sem hirðir hjarðar Guðs væri gott fyrir þig að íhuga hvers vegna þú tókst þá ákvörðun. Fannst þér eigin vandamál vera yfirþyrmandi? Var kannski eitthvað annað orðið mikilvægara í lífi þínu? Eða varð ófullkomleiki annarra til þess að þú dróst þig í hlé? Hver sem ástæðan var skaltu muna að þú varst í betri aðstöðu til að hjálpa öðrum meðan þú þjónaðir sem öldungur. Ræður þínar á samkomum styrktu aðra, fordæmi þitt hvatti þá og hirðisheimsóknir þínar hjálpuðu þeim að vera staðfastir í erfiðleikum. Starf þitt sem trúr öldungur gladdi hjarta Jehóva jafn mikið og sjálfan þig. – Orðskv. 27:11.
Jehóva hefur hjálpað bræðrum að endurheimta gleði sína og löngun til að fara með forystu í söfnuðinum. Ef þú hefur sjálfur ákveðið að hætta að starfa sem safnaðaröldungur, eða verið látinn hætta, getur þú aftur sóst eftir að verða umsjónarmaður. (1. Tím. 3:1) Páll ,lét ekki af að biðja fyrir‘ kristnum mönnum í Kólossu. Hann bað Guð að láta anda sinn auðga þá að þekkingu á vilja sínum ,svo að þeir breyttu eins og Guði líkaði og þóknuðust honum á allan hátt‘. (Kól. 1:9, 10) Ef þú færð tækifæri til að þjóna á ný sem öldungur skaltu biðja Jehóva um styrk, þolinmæði og gleði. Nú á síðustu dögum þarf fólk Guðs á andlegum stuðningi ástríkra hirða að halda. Hefur þú tækifæri og löngun til að styrkja trúsystkin þín?
^ Sumum nöfnum hefur verið breytt.