Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Getur höggvið tré vaxið á ný?

Getur höggvið tré vaxið á ný?

KRÆKLÓTT og kvistótt ólífutré virðist ekki sérlega glæsilegt í samanburði við tignarleg sedrustrén í Líbanon. En ólífutréð er ótrúlega lífseigt og harðgert. Sum eru talin vera þúsund ára gömul. Rótarkerfið er stórt og mikið og tréð getur því vaxið upp að nýju þó að stofninn sé höggvinn. Tréð skýtur upp nýjum teinungum svo framarlega sem rótin lifir.

Ættfaðirinn Job var sannfærður um að hann myndi lifa aftur síðar þótt hann dæi. (Job. 14:13-15) Hann tók tré, hugsanlega ólífutré, sem dæmi til að lýsa að hann treysti að Guð gæti reist hann upp frá dauðum. „Tréð á sér framtíð,“ sagði hann. „Verði það höggvið vex það á ný.“ Þegar rignir eftir langvinna þurrka geta sprottið upp nýir teinungar af rótinni þótt stubbur trésins sé uppþornaður, og áður en varir ber tréð „greinar eins og ungur kvistur“. – Job. 14:7-9.

Ólífubóndinn þráir að sjá nýja teinunga spretta eftir að tréð er höggvið. Jehóva Guð þráir sömuleiðis að reisa dána þjóna sína og ótal aðra upp frá dauðum. (Matt. 22:31, 32; Jóh. 5:28, 29; Post. 24:15) Hugsaðu þér hve gleðilegt það verður að taka á móti hinum upprisnu og sjá þá njóta tilverunnar á nýjan leik.