Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hvað getum við gert árlega til að búa okkur undir minningarhátíðina um dauða Jesú?

Eitt sem við getum gert er að lesa efnið sem bent er á í biblíulestraráætluninni og tengist þessum atburði. Við getum líka reynt að auka við boðunina á þessu tímabili. Og við getum hugleitt vonina sem Guð hefur veitt okkur og rætt hana í bænum okkar. – 15. janúar, bls. 14-16.

Hvernig fór fyrir egypsku föngunum tveim sem sögðu Jósef frá sérkennilegum draumum sínum?

Jósef sagði byrlara faraós að hann fengi sömu stöðu og hann hafði haft áður. Draumur bakarans merkti hins vegar að faraó myndi láta taka hann af lífi og festa hann á gálga. Orð Jósefs rættust í báðum tilfellum. (1. Mós. 40:1-22) – Mars-apríl, bls. 12-14.

Hvaða óvæntu gjöf fengu trúsystkini okkar í Japan?

Matteusarguðspjall úr Nýheimsþýðingunni var gefið út í bæklingi á japönsku. Honum er dreift í boðuninni og margir sem vita lítið um Biblíuna hafa þegið hann. – 15. febrúar, bls. 3.

Hvaða aðstæður á fyrstu öld auðvelduðu útbreiðslu fagnaðarerindisins?

Rómarfriðurinn skapaði stöðugleika og þar með dró úr átökum. Lærisveinarnir gátu notfært sér gott vegakerfi Rómverja. Gríska var töluð víða og það auðveldaði boðunina, jafnvel meðal Gyðinga sem voru dreifðir um heimsveldið. Lærisveinarnir gátu líka nýtt sér lög Rómaveldis til að verja fagnaðarerindið. – 15. febrúar, bls. 20-23.

Undanfarin ár hefur lítið verið rætt í ritunum okkar um að atburðir og persónur í frásögum Biblíunnar séu spádómlegar fyrirmyndir um eitthvað annað. Hvers vegna?

Í Biblíunni er bent á að sumir einstaklingar hafi verið spádómlegar fyrirmyndir um eitthvað annað og meira. Dæmi um það má finna í Galatabréfinu 4:21-31. En að öðru leyti ættum við ekki að draga slíkar ályktanir varðandi persónur og atburði Biblíunnar. Við ættum öllu heldur að skoða hvað við getum lært af frásögunum af þeim. (Rómv. 15:4) – 15. mars, bls. 17-18.

Hvers vegna er handritaslitur úr papírus, sem fannst á fornum ruslahaugum í Egyptalandi, athyglisvert?

Á síðustu öld fundust slitur af Jóhannesarguðspjalli. Handritið var líklega skrifað fáeinum áratugum eftir að Jóhannes ritaði guðspjallið og það staðfestir nákvæmni textans sem við höfum núna og styrkir traust okkar á Biblíuna. – Maí-júní, bls. 10-11.

Hvers vegna er kærleiksríkt að víkja brotlegum, sem iðrast ekki, úr söfnuðinum?

Í Biblíunni er talað um þá alvarlegu ráðstöfun að víkja brotlegum úr söfnuðinum og það getur verið til góðs. (1. Kor. 5:11-13) Það er nafni Guðs til heiðurs, verndar hreinan söfnuð hans og getur hjálpað hinum brotlega að koma til sjálfs sín. – 15. apríl, bls. 29-30.