Vissir þú?
Var Ísrael til forna eins skógi vaxið og Biblían virðist gefa til kynna?
Í BIBLÍUNNI kemur fram að sum svæði í fyrirheitna landinu hafi verið skógi vaxin og að mikið hafi verið um trjágróður. (Jós. 17:15, 18; 1. Kon. 10:27) Sumir gætu þó efast um að svo hafi nokkurn tíma verið þar sem landið er að stórum hluta ósköp bert nú til dags.
Bókin Life in Biblical Israel (Lífið í Ísrael á biblíutímanum) útskýrir að „skógar í Ísrael til forna hafi verið mun stærri en þeir eru nú“. Hálendið var aðallega þakið aleppófuru (Pinus halepensis), sígrænni eik (Quercus calliprinos) og terebintutré (Pistacia palaestina). Í Sefela, sem nær yfir hæðótt landsvæði frá fjallgarðinum í miðju landsins til strandar Miðjarðarhafs, var einnig mikið um mórfíkjutré (Ficus sycomorus).
Í bókinni Plants of the Bible (Plöntur í Biblíunni) segir að sums staðar í Ísrael sé trjágróður nú algerlega horfinn. Hvað hefur stuðlað að því? Í bókinni er útskýrt að það hafi gerst smám saman. Þar segir: „Maðurinn hefur æ ofan í æ tekið fram fyrir hendurnar á náttúrunni, aðallega til að stækka ræktar- og beitiland en líka til komast yfir byggingarefni og eldivið.“