Tár í skinnbelg
Tár í skinnbelg
UNGI maðurinn var flóttamaður. Yfirbugaður, miður sín og með tárvot augu leitaði hann til gæsku og miskunnar Jehóva, Guðs síns, og bað hann: ‚Safnaðu tárum mínum í sjóð [„skinnbelg“, New World Translation] þinn.‘ (Sálmur 56:9) Þessi maður var Davíð sem síðar varð konungur í Ísrael. En hvaða skinnbelgur var þetta sem hann vísaði til og hvernig getur Guð safnað tárum okkar í hann?
Davíð kannaðist vel við skinnbelginn. Slíkir belgir voru notaðir undir vatn, olíu, vín eða smjör. Hirðingjar í Saharaeyðimörkinni, ættflokkurinn Tuareg til dæmis, nota enn skinnbelgi sem gerðir eru úr heilli húð geita og kinda. Slíkir belgir geta rúmað mikið vatn, allt eftir stærð dýrsins. Þeir eru þekktir fyrir að halda vatninu köldu, jafnvel í brennandi hita eyðimerkursólarinnar. Áður fyrr voru þeir venjulega fluttir á ösnum eða úlföldum. Núna má sjá einn og einn framan á fjallabíl!
Hin hjartnæmu orð Davíðs um skinnbelginn geta einnig haft þýðingu fyrir okkur. Hvernig þá? Í Biblíunni er sagt að Satan stjórni heiminum og sé núna „í miklum móð“. Þar af leiðandi ganga hörmungar yfir jörðina. (Opinberunarbókin 12:12) Þess vegna þjást margir tilfinningalega, andlega eða líkamlega eins og Davíð — sérstaklega þeir sem reyna að þóknast Guði. Á þetta við um þig? Trúfastir menn sýna kjark — jafnvel „grátandi“ — og hætta aldrei að leggja sig fram um að lifa ráðvöndu lífi. (Sálmur 126:6) Þeir geta verið fullvissir um að himneskur faðir þeirra sjái prófraunirnar sem þeir verða fyrir og vanlíðan þeirra meðan á þeim stendur. Hann skilur vel þjáningar þeirra og fullur samúðar man hann eftir tárum þeirra og kvölum — í táknrænum skilningi safnar hann þeim saman í skinnbelg sinn.