Er Guði annt um mig?
Er Guði annt um mig?
Algeng svör:
▪ „Guð er of mikilvægur til að hafa áhyggjur af vandamálum mínum.“
▪ „Ég held ekki að hann hafi áhuga á mér.“
Hvað sagði Jesús?
▪ „Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir Guð engum þeirra. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar.“ (Lúkas 12:6, 7) Jesús kenndi greinilega að Guði sé annt um okkur.
▪ „Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa.“ (Matteus 6:31, 32) Jesús trúði að Guð væri meðvitaður um persónulegar þarfir okkar.
Í BIBLÍUNNI kemur skýrt fram að Guði sé annt um okkur. (Sálmur 55:23; 1. Pétursbréf 5:7) Ef svo er, hvers vegna eru þá svona miklar þjáningar í heiminum? Ef Guð er kærleiksríkur og almáttugur, af hverju gerir hann þá ekkert til að binda enda á þjáningar?
Svarið tengist staðreynd sem fáir þekkja — Satan djöfullinn er stjórnandi þessa illa heims. Þegar Satan freistaði Jesú bauð hann honum öll ríki veraldar og sagði: „Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess því að mér er það í hendur fengið og ég get gefið það hverjum sem ég vil.“ — Lúkas 4:5-7.
Hver gerði Satan að stjórnanda þessa heims? Þegar foreldrar mannkyns, Adam og Eva, hlýddu Satan og sneru baki við Guði voru þau í reynd að velja Satan sem stjórnanda sinn. Frá því að þessi uppreisn átti sér stað hefur Jehóva Guð verið þolinmóður og leyft tímanum að sanna að stjórn Satans sé algerlega misheppnuð. Jehóva neyðir engan til að þjóna sér heldur hefur hann opnað okkur leiðina til að snúa aftur til sín. — Rómverjabréfið 5:10.
Þar sem Guði er annt um okkur hefur hann gert ráðstafanir til að Jesús geti frelsað okkur undan stjórn Satans. Í náinni framtíð mun Jesús gera að engu „þann sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn“. (Hebreabréfið 2:14) Þannig mun hann „brjóta niður verk djöfulsins“. — 1. Jóhannesarbréf 3:8.
Paradís verður endurreist hér á jörð. Þá mun Guð „þerra hvert tár af augum [manna]. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra [verður] farið.“ — Opinberunarbókin 21:4, 5. *
[Neðanmáls]
^ gr. 12 Nánari upplýsingar um það af hverju Guð leyfir þjáningar er að finna í 11. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían?, gefin út af Vottum Jehóva.
[Innskot á blaðsíðu 8]
Paradís verður endurreist hér á jörð.