Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Viðurkennir Guð hvaða trúarbrögð sem er?

Viðurkennir Guð hvaða trúarbrögð sem er?

Viðurkennir Guð hvaða trúarbrögð sem er?

Algeng svör:

„Öll trúarbrögð eru mismunandi leiðir til Guðs.“

▪ „Það skiptir ekki máli hverju maður trúir svo framarlega sem maður er einlægur í trú sinni.“

Hvað sagði Jesús?

„Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.“ (Matteus 7:13, 14) Jesús trúði ekki að öll trúarbrögð væru mismunandi leiðir til Guðs.

„Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.“ (Matteus 7:22, 23) Jesús viðurkennir ekki alla sem segjast fylgja honum.

MÖRGU trúuðu fólki þykir vænt um trú sína og hefðir. En hvað gerist ef þessar kenningar eru ekki í samræmi við það sem fram kemur í orði Guðs, Biblíunni? Jesús sýndi fram á hve hættulegt er að fylgja hefðum manna þegar hann sagði við trúarleiðtoga síns tíma: „Þið ógildið orð Guðs með erfikenningu ykkar.“ Síðan vitnaði hann í þessi orð Guðs: „Þessir menn heiðra mig með vörunum en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið.“ — Matteus 15:1-9; Jesaja 29:13.

Það er ekki bara trúin sem er mikilvæg heldur líka breytnin. Biblían segir um suma sem telja sig dýrka Guð: „Þeir segjast þekkja Guð en afneita honum með verkum sínum.“ (Títusarbréfið 1:16) Og í Biblíunni segir um þá sem uppi eru á okkar dögum: „[Þeir] elska munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá.“ — 2. Tímóteusarbréf 3:4, 5.

Einlægni er nauðsynleg en meira er krafist. Af hverju? Af því að fólk getur haft rangt fyrir sér þótt það sé einlægt í trú sinni. Það er því mikilvægt að hafa nákvæma þekkingu á Guði. (Rómverjabréfið 10:2, 3) Með því að afla okkur þessarar þekkingar og hegða okkur í samræmi við það sem Biblían kennir getum við verið Guði velþóknanleg. (Matteus 7:21) Það má því segja að sönn og rétt trúarbrögð feli í sér réttar hvatir, rétta trú og rétta breytni. Og rétt breytni er að gera vilja Guðs á hverjum degi. — 1. Jóhannesarbréf 2:17.

Ef þú vilt vita meira um það sem Biblían kennir um Guð geturðu haft samband við Votta Jehóva og beðið um ókeypis biblíunámskeið.

[Innskot á blaðsíðu 9]

Sönn og rétt trúarbrögð fela í sér réttar hvatir, rétta trú og rétta breytni.