Biblían breytir lífi fólks
Biblían breytir lífi fólks
Hvers vegna kýs maður að þjóna Guði í fullu starfi eftir að líf hans hefur snúist um mótorhjól, fíkniefni og íþróttir? Hvernig kom það til að atvinnufjárhættuspilari losnaði undan fíkninni og fór að vinna fyrir fjölskyldu sinni á heiðarlegan hátt? Hvað varð til þess að ung kona, sem hafði alist upp sem vottur Jehóva en snúið baki við meginreglum Biblíunnar, fór að endurskoða líferni sitt? Lítum á hvað þetta fólk hefur að segja.
PERSÓNUUPPLÝSINGAR
NAFN: TERRENCE J. O’BRIEN
ALDUR: 57
FÖÐURLAND: ÁSTRALÍA
FORSAGA: NEYTTI FÍKNIEFNA, HAFÐI DÁLÆTI Á MÓTORHJÓLUM
FORTÍÐ MÍN: Í barnæsku átti ég heima í Brisbane, höfuðborg Queensland. Fjölskylda mín var kaþólskrar trúar en eftir að ég varð átta ára hættum við að sækja kirkju og töluðum aldrei um trúmál. Þegar ég var tíu ára flutti fjölskyldan frá iðandi borgarlífinu til Gullstrandarinnar í Ástralíu. Við áttum heima nálægt ströndinni og ég eyddi unglingsárunum í sund og brimbrettabrun.
En æskuárin voru samt ekki skemmtileg. Faðir minn yfirgaf fjölskylduna þegar ég var átta ára. Móðir mín giftist aftur og áfengisneysla og rifrildi var daglegt brauð á heimilinu. Eitt kvöldið, eftir sérstaklega ofsafengnar deilur á milli foreldra minna, sat ég á rúminu og hét því að ef ég giftist einhvern tíma skyldi ég aldrei rífast við eiginkonu mína. Þrátt fyrir heimilisvandamálin var fjölskyldan náin, en við börnin vorum sex auk mömmu og stjúpföður míns.
Þegar ég var kominn vel á unglingsárin gerðu margir félagar mínir uppreisn gegn yfirvöldum. Þeir neyttu maríjúana, tóbaks og annarra fíkniefna og misnotuðu áfengi. Ég lifði sama áhyggjulausa lífinu og jafnaldrarnir. En ég hafði líka gaman af mótorhjólaakstri. Þótt ég hafi lent í nokkrum alvarlegum slysum var ég alltaf jafn hrifinn af mótorhjólum og ákvað að hjóla þvert yfir Ástralíu.
Þrátt fyrir allt frelsið, sem ég hafði, varð ég oft niðurdreginn þegar ég hugsaði um
ástandið í heiminum og hvað flestir voru skeytingarlausir um vandamál mannkyns. Mig langaði til að vita hver væri sannleikurinn um Guð, trúarbrögð og ástandið í heiminum. En þegar ég spurði tvo kaþólska presta varð ég vonsvikinn með svör þeirra. Ég ræddi um sama málefnið við ýmsa mótmælendapresta en svör þeirra ollu mér alveg eins miklum vonbrigðum. Þá kom vinur minn mér í samband við Eddie sem var vottur Jehóva. Við Eddie töluðum saman í fjögur skipti og í hvert sinn notaði hann Biblíuna til að svara spurningum mínum. Allt frá fyrstu samræðum okkar var mér ljóst að ég hafði fundið eitthvað sérstakt. Á þeim tíma sá ég samt enga þörf á að breyta á nokkurn hátt um lífsstíl.HVERNIG BIBLÍAN BREYTTI LÍFI MÍNU: Á ferð minni þvert yfir Ástralíu talaði ég við annan vott sem ég hitti á leiðinni. En eftir að ég kom aftur til Queensland hafði ég ekki frekara samband við vottana í hálft ár.
Þá var það einn daginn þegar ég var á heimleið úr vinnu að ég sá tvo vel klædda menn á gangi eftir götunni. Þeir voru með skjalatöskur og ég giskaði á að þar væru vottar á ferð. Ég fór til þeirra, komst að raun um að ég hafði getið mér rétt til og bað þá um biblíunámskeið. Ég fór strax að sækja samkomur hjá vottunum og fór meira að segja á fjölmennt mót í Sydney árið 1973. Fjölskylda mín, sérstaklega mamma, varð samt miður sín þegar hún komst að því hvað ég væri að gera. Vegna þessa og af öðrum ástæðum hætti ég að umgangast vottana. Í eitt ár var ég niðursokkinn í annað aðaláhugamál mitt, að spila krikket.
Ég gerði mér loksins grein fyrir því að eini tíminn, sem ég fann fyrir sannri hamingju, var þegar vottar Jehóva fræddu mig um Biblíuna. Ég hafði aftur samband við þá og byrjaði að sækja samkomur. Einnig hætti ég að umgangast félagana sem neyttu fíkniefna.
Það sem hvatti mig fyrst og fremst til að gera þessar breytingar var frásagan af biblíupersónunni Job. Roskinn vottur, Bill að nafni, hitti mig reglulega til að ræða um Biblíuna. Hann var vingjarnlegur en jafnframt ákveðinn. Þegar við höfðum farið yfir söguna um Job spurði Bill mig hvern annan Satan hafi ásakað um að þjóna Guði aðeins til málamynda. (Jobsbók 2:3-5) Ég taldi upp allar þær biblíupersónur sem ég kunni og Bill svaraði með þolinmæði: „Já, já, þeir líka.“ Þá horfði hann beint í augun á mér og sagði: „Satan segir það sama um þig!“ Mig rak í rogastans. Fram að þessu vissi ég að kenningarnar, sem ég var að læra, voru sannar. En nú skildi ég hvers vegna ég ætti að fara eftir því sem ég lærði. Fjórum mánuðum síðar var ég orðinn skírður vottur Jehóva.
ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ MÉR TIL GÓÐS: Mig hryllir við að hugsa til þess hvernig líf mitt væri núna ef ég hefði ekki lært að lifa samkvæmt meginreglum Biblíunnar. Að öllum líkindum væri ég ekki í tölu lifenda. Margir fyrri félagar mínir dóu af völdum fíkniefna- eða áfengisneyslu. Hjónabönd þeirra voru einnig óhamingjusöm. Ég býst við að líf mitt hefði orðið eins.
Nú er ég kvæntur og við Margaret, eiginkona mín, njótum þess að starfa á deildarskrifstofu Votta Jehóva í Ástralíu. Enginn úr
fjölskyldu minni hefur sameinast mér í tilbeiðslunni á Jehóva. En í áranna rás höfum við Margaret orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fræða marga einstaklinga og hjón um Biblíuna, og þetta fólk hefur breytt lífi sínu eins og ég gerði. Á þessum ferli höfum við eignast marga góða vini. Margaret er alin upp sem vottur og hún hefur hjálpað mér að halda heitið sem ég sór fyrir nærri 40 árum. Í rúmlega 25 ár höfum við lifað í hamingjusömu hjónabandi. Við erum ekki alltaf sammála um allt en fram að þessu höfum við aldrei rifist. Okkur finnst báðum að það sé Biblíunni að þakka.PERSÓNUUPPLÝSINGAR
NAFN: MASAHIRO OKABAYASHI
ALDUR: 39
FÖÐURLAND: JAPAN
FORSAGA: SPILAFÍKILL
FORTÍÐ MÍN: Ég ólst upp í Iwakura, tiltölulega fámennum bæ um hálfrar klukkustundar lestarferð frá Nagoya. Ég minnist þess að báðir foreldrar mínir hafi verið mjög góðar manneskjur. Seinna fékk ég að vita að faðir minn var yakuza, eða meðlimur í bófaflokki, og um tíma sá hann fyrir fimm manna fjölskyldu okkar með fjársvikum. Hann drakk ótæpileg á hverjum degi og þegar ég var tvítugur dó hann úr skorpulifur.
Faðir minn var kóreskur svo að fjölskyldunni var oft mismunað í samfélaginu. Það og önnur vandamál urðu til þess að unglingsár mín voru ömurleg. Ég skráði mig í framhaldsskóla en mætti bara stundum og hætti eftir eitt ár. Ég var þegar á sakaskrá og það ásamt því að vera kóreskur gerði mér erfitt fyrir að fá vinnu. Loksins fann ég vinnu en ég meiddist á hnjám og gat ekki unnið líkamlega vinnu eftir það.
Ég byrjaði að hafa ofan af fyrir mér með því að spila pachinko, fjárhættuspil þar sem notað er tæki sem líkist kúluspilakassa. Þegar hér var komið sögu bjó ég með stúlku sem vildi að ég fyndi mér heiðarlega vinnu og giftist sér. En ég græddi helling á því að spila fjárhættuspil og mig langaði ekki til að breyta um lífsstíl.
HVERNIG BIBLÍAN BREYTTI LÍFI MÍNU: Einn daginn kom vottur Jehóva heim til okkar og skildi eftir bókina Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Ég hafði aldrei áður velt fyrir mér þessari spurningu. En þegar ég var búinn að lesa bókina var ég tilbúinn til að læra meira um Biblíuna. Mig hafði alltaf langað til að vita hvað gerðist við dauðann. Það var eins og hulu væri svipt frá augum mér við þau skýru svör sem ég fékk frá Biblíunni um það og önnur mál.
Mér varð ljóst að ég þurfti að fara eftir því sem ég lærði í Biblíunni. Ég giftist sambýliskonu minni, hætti að reykja, klippti síða hárið sem ég hafði litað ljóst og hressti upp á útlitið. Ég hætti einnig að spila fjárhættuspil.
Filippíbréfinu 4:6, 7 voru mér mikil hjálp á þessum erfiða tíma. Þar stendur: „Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.“ Ég hef margsinnis sannreynt þetta loforð.
Það var ekki auðvelt að gera neinar af þessum breytingum. Til dæmis gat ég ekki hætt að reykja upp á eigin spýtur. En með því að biðja einlæglega og treysta Jehóva Guði tókst mér að hætta því. Fyrsta starfið, sem ég fékk eftir að hafa hætt að spilla pachinko, reyndist mér erfitt. Ég þénaði aðeins helming á við það sem ég hafði haft upp úr því að spila fjárhættuspil og vinnan var erfið og olli mér streitu. Orðin íÞAÐ HEFUR ORÐIÐ MÉR TIL GÓÐS: Konan mín var ekki ánægð þegar ég fór að kynna mér Biblíuna með vottum Jehóva. En þegar hún sá hvað hegðun mín breyttist til hins betra tók hún þátt í biblíunáminu og fór að koma með mér á safnaðarsamkomur. Núna erum við bæði vottar Jehóva. Það er mikil blessun að fá að þjóna Guði sameiginlega.
Áður en ég kynnti mér Biblíuna taldi ég mig vera hamingjusaman. En núna veit ég hvað raunveruleg hamingja er. Það er alls ekki auðvelt að lifa samkvæmt meginreglum Biblíunnar en ég er sannfærður um að það er besti lífsvegurinn.
PERSÓNUUPPLÝSINGAR
NAFN: ELIZABETH JANE SCHOFIELD
ALDUR: 35
FÖÐURLAND: SKOTLAND
FORSAGA: LÍFIÐ SNERIST UM AÐ SKEMMTA MÉR UM HELGAR
FORTÍÐ MÍN: Ég ólst upp í Hardgate, litlum bæ rétt fyrir utan Glasgow. Þegar ég var sjö ára byrjaði móðir mín að fræða mig um Biblíuna en hún var þá orðin vottur Jehóva. Um 17 ára aldurinn fór ég samt að hafa meiri áhuga á félagsskap við skólasystkinin, stunda skemmtistaði, hlusta á þungarokk og drekka. Það var fjarri mér að hugsa um andleg mál. Ég lifði fyrir helgarnar. En það breyttist allt þegar ég var 21 árs.
Ég fór í heimsókn til nokkurra ættingja á Norður-Írlandi. Meðan á heimsókninni stóð varð ég vitni að skrúðgöngu Óraníumanna en þeir eru mótmælendatrúar. Mér
ofbauð hatrið og ofbeldið milli mótmælenda og kaþólskra sem ég varð vitni að við þetta tækifæri. Raunar vakti það mig til umhugsunar. Ég mundi eftir því sem mamma hafði kennt mér með hjálp Biblíunnar og vissi að Guð myndi aldrei hafa velþóknun á þeim sem virða meginreglur hans að vettugi. Þá rann upp fyrir mér að ég hafði verið upptekin af eigin áhugamálum og gefið því engan gaum hvernig Guð vildi að ég lifði lífinu. Ég ákvað því að þegar ég sneri aftur heim til Skotlands skyldi ég í einlægni rannsaka hvað Biblían kennir.HVERNIG BIBLÍAN BREYTTI LÍFI MÍNU: Fyrsta skiptið, sem ég fór aftur á samkomu hjá vottum Jehóva í heimabæ mínum, var ég vandræðaleg og taugaspennt. Allir tóku mér samt vel. Þegar ég fór að tileinka mér það sem ég lærði í Biblíunni fór einstaklega vingjarnleg kona í söfnuðinum að sýna mér sérstakan áhuga. Hún gerði mikið til þess að ég fyndi að ég tilheyrði söfnuðinum á nýjan leik. Vinirnir, sem ég hafði áður verið í tengslum við, héldu áfram að bjóða mér á skemmtistaði en ég sagði þeim að mér væri alvara í því að lifa samkvæmt meginreglum Biblíunnar. Að lokum hættu þeir að hafa samband við mig.
Áður hafði ég bara litið á Biblíuna sem samsafn af boðum og bönnum. Nú breyttist viðhorf mitt. Ég fór að sjá biblíupersónurnar sem raunverulegt fólk sem hafði tilfinningar og veikleika rétt eins og ég. Þetta voru karlar og konur sem höfðu gert mistök en Jehóva fyrirgaf þeim þegar þau iðruðust í einlægni. Ég fór að treysta því að jafnvel þótt ég hafi snúið baki við Guði þegar ég var ung myndi hann fyrirgefa mér og gleyma gömlu mistökunum ef ég legði mig fram um að gleðja hann.
Mér fannst einnig mikið til um framkomu mömmu. Þótt ég hafi yfirgefið Guð gerði hún það aldrei. Trúfesti hennar gerði mér ljóst að það var þess virði að þjóna Jehóva. Þegar ég var ung og fór með mömmu að boða trúna hús úr húsi naut ég þess aldrei og gat ekki hugsað mér að eyða tímunum saman í að boða trú. En núna ákvað ég að láta reyna á loforð Jesú í Matteusi 6:31-33. Hann sagði: „Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? . . . yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Stuttu eftir að ég var skírð sem vottur Jehóva hætti ég að vinna fulla vinnu, fékk mér hlutastarf og tók að boða trúna í fullu starfi.
ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ MÉR TIL GÓÐS: Þegar ég var yngri og lifði aðeins fyrir skemmtanalífið um helgar var ég aldrei ánægð. Lífið var innantómt. Núna er ég orðin heilshugar í þjónustu Jehóva og finn til innri gleði. Líf mitt hefur þýðingu og tilgang. Nú er ég gift og við hjónin ferðumst vikulega milli safnaða votta Jehóva til að hvetja þá og uppörva. Ég lít á þetta starf sem mestu blessun sem ég hef hlotið í lífinu. Ég er innilega þakklát Jehóva fyrir að gefa mér annað tækifæri.
[Innskot á bls. 27]
„Allt frá fyrstu samræðum okkar var mér ljóst að ég hafði fundið eitthvað sérstakt. Á þeim tíma sá ég samt enga þörf á að breyta á nokkurn hátt um lífsstíl.“
[Innskot á bls. 29]
„Ég [gat] ekki hætt að reykja upp á eigin spýtur. En með því að biðja einlæglega og treysta Jehóva Guði tókst mér að hætta því.“
[Innskot á bls. 30]
„Áður hafði ég bara litið á Biblíuna sem samsafn af boðum og bönnum. Nú breyttist viðhorf mitt. Ég fór að sjá biblíupersónurnar sem raunverulegt fólk sem hafði tilfinningar og veikleika rétt eins og ég.“