Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

3. ranghugmynd: allt gott fólk fer til himna

3. ranghugmynd: allt gott fólk fer til himna

Hvaðan er þessi hugmynd komin?

Kirkjufeðrunum óx fiskur um hrygg í byrjun annarrar aldar e.Kr., eftir að postular Jesú voru dánir. New Catholic Encyclopedia (2003), 6. bindi, bls. 687, segir um kenningar þeirra: „Kenningarnar voru almennt á þá lund að sálin hlyti sæluvist á himnum um leið og hún losnaði úr viðjum líkamans og hefði gengið í gegnum nauðsynlega hreinsun eftir dauðann.“

Hvað segir í Biblíunni?

„Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa.“ — Matteus 5:5.

Vissulega lofaði Jesús lærisveinunum að ,búa þeim stað‘ á himnum en hann gaf aldrei til kynna að hinir réttlátu færu þangað sjálfkrafa. (Jóhannes 3:13; 14:2, 3) Bað ekki Jesús þess að vilji Guðs næði fram að ganga „svo á jörðu sem á himni“? (Matteus 6:9, 10) Sannleikurinn er sá að hinir réttlátu eiga tvenns konar örlög í vændum. Lítill minnihluti á að ríkja með Kristi á himnum en fjöldinn á að hljóta eilíft líf á jörð. — Opinberunarbókin 5:10.

Smám saman breytti frumkirkjan um afstöðu til þess hvaða hlutverki hún gegndi hér á jörð. Afleiðingunum er lýst í alfræðibókinni The New Encyclopædia Britannica: „Eftir að kirkjan var orðin að stofnun tók hún sér í vaxandi mæli þann sess sem hið væntanlega Guðsríki hafði skipað.“ Kirkjan tók að treysta völd sín með því að blanda sér í stjórnmál. Þar gekk hún í berhögg við skýra yfirlýsingu Jesú um að fylgjendur hans væru „ekki af heiminum“. (Jóhannes 15:19; 17:14-16; 18:36) Undir áhrifum Konstantínusar keisara í Róm gaf kirkjan eftir sumar af kenningum sínum. Ein þeirra sneri að eðli Guðs.

Berðu saman þessi biblíuvers: Sálm 37:10, 11, 29; Jóhannes 17:3; 2. Tímóteusarbréf 2:11, 12.

STAÐREYND:

Hinir góðu eiga langflestir að lifa að eilífu á jörðinni — ekki á himnum.