Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

5. ranghugmynd: María er móðir guðs

5. ranghugmynd: María er móðir guðs

Hvaðan er þessi hugmynd komin?

„Lotningin fyrir móður Guðs fékk byr undir báða vængi þegar ... heiðnir menn streymdu hópum saman inn í kirkjuna ... Guðrækni þeirra [heiðinna manna sem höfðu snúist til kristni] og trúarvitund hafði mótast um árþúsundir af dýrkun gyðjunnar sem kölluð var ,móðirin mikla‘ og ,mærin guðleg‘“. – The New Encyclopædia Britannica (1988), 16. bindi, bls. 326 og 327.

Hvað segir í Biblíunni?

„Þú munt þunguð verða og son ala og þú skalt láta hann heita JESÚ. Hann mun verða mikill og kallaður sonur Hins hæsta ... Þess vegna verður barnið heilagt, sonur Guðs.“ – Leturbreyting okkar; Lúkas 1:31-35.

Í þessari ritningargrein stendur skýrum stöfum að María hafi verið móðir ,sonar Guðs‘ en ekki Guðs sjálfs. Gat hún borið undir belti þann sem ,jafnvel himinninn rúmar ekki‘? (1. Konungabók 8:27) Aldrei hélt hún neinu slíku fram. Það er kenningin um þrenningu sem hefur ruglað fólk í ríminu og valdið óvissu um það hver María hafi verið. Á kirkjuþinginu í Efesus árið 431 var hún titluð Theotokos (grískt orð sem merkir „sú sem ber Guð“), það er að segja „móðir Guðs“, og þar með var brautin rudd fyrir Maríudýrkun. Það var einmitt í Efesus sem frjósemisgyðjan Artemis hafði öldum saman verið dýrkuð ákaft.

Því var það að dýrkunin á Maríu sótti margt til tilbeiðslunnar á líkneski Artemisar, til dæmis skrúðgöngur, en það var trú manna að líkneski þetta hefði fallið af himni. (Postulasagan 19:35) Einnig var smám saman tekið upp í kristna kenningu að nota líkneski af Maríu og fleirum í tilbeiðslunni.

Berðu saman þessi biblíuvers: Matteus 13:53-56; Markús 3:31-35; Lúkas 11:27, 28.

STAÐREYND:

María var ekki móðir Guðs heldur sonar hans. Ranghugmyndin um þrenningu varð kveikjan að því að dýrka Maríu sem Guðsmóður.