Kenndu börnunum
Jesús lærði að vera hlýðinn
FINNST þér stundum erfitt að hlýða? – * Það er ekkert óeðlilegt ef svo er. Það kemur fyrir alla að finnast stundum erfitt að hlýða. Vissirðu að jafnvel Jesús þurfti að læra að vera hlýðinn? –
Veistu hverjum öll börn ættu að hlýða? – Já, föður sínum og móður. Í Biblíunni segir: „Hlýðið foreldrum ykkar vegna Drottins því að það er rétt.“ (Efesusbréfið 6:1) Hver er faðir Jesú? – Jehóva Guð, og hann er faðir þinn líka. (Matteus 6:9, 10) En ef þú sagðir að Jósef hefði verið faðir Jesú og María móðir hans hafðirðu líka rétt fyrir þér. Veistu hvernig það kom til að þau urðu foreldrar hans? –
Engillinn Gabríel útskýrði fyrir Maríu hvernig hún yrði móðir jafnvel þótt hún hefði aldrei haft kynmök við karlmann. Jehóva gerði þessa þungun mögulega með stórkostlegu kraftaverki. Gabríel sagði við Maríu: „Kraftur Hins hæsta mun yfirskyggja þig. Þess vegna verður barnið heilagt, sonur Guðs.“ – Lúkas 1:30-35.
Guð tók líf sonar síns á himnum og flutti í móðurlíf Maríu. Fóstrið óx síðan og dafnaði inni í henni alveg eins og önnur börn gera inni í mæðrum sínum. Um það bil níu mánuðum síðar fæddist Jesús. Í millitíðinni hafði Jósef kvænst Maríu og flestir gerðu ráð fyrir að Jósef væri kynfaðir Jesú. En staðreyndin var sú að hann var fósturfaðir hans. Í ljósi þessa má segja að Jesús hafi í raun átt tvo feður.
Þegar Jesús var aðeins 12 ára gamall gerði hann nokkuð sem sýndi hversu heitt hann elskaði Jehóva, himneskan föður sinn. Fjölskylda Jesú hafði ferðast langa leið til Jerúsalem til að halda páskahátíðina eins og hún gerði á hverju ári. Að henni lokinni, á leiðinni heim til Nasaret, tóku Jósef og María ekki eftir því að Jesús var ekki með þeim. Veltir þú kannski fyrir þér hvernig þau gátu gleymt honum? –
Þegar hér var komið sögu áttu Jósef og María fleiri börn. (Matteus 13:55, 56) Sennilega voru líka margir ættingjar í för með þeim, eins og Jakob og Jóhannes, Sebedeus, faðir þeirra og Salóme, móðir þeirra sem var sennilega systir Maríu. Þess vegna gerði María kannski ráð fyrir að Jesús væri samferða öðrum úr fjölskyldunni. – Matteus 27:56; Markús 15:40; Jóhannes 19:25.
Um leið og Jósef og María urðu þess vör að Jesús var ekki í hópnum hröðuðu þau sér aftur til Jerúsalem. Þar leituðu þau sonar síns í örvæntingu. Á þriðja degi fundu þau hann í musterinu. María sagði þá við hann: „Barn, hví gerðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin.“ En Jesús svaraði: „Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki að mér ber að vera í húsi föður míns?“ – Lúkas 2:45-50.
Sálmur 122:1) Var því ekki rétt af Jesú að álykta sem svo að fyrsti staðurinn sem þau myndu leita hans væri í musterinu? – Eftir þetta hélt María áfram að hugsa um það sem Jesús hafði sagt.
Finnst þér það hafa verið rangt af Jesú að svara móður sinni á þennan hátt? – En foreldrar hans vissu að hann naut þess að vera í húsi Guðs. (Hvernig hegðaði Jesús sér gagnvart Jósef og Maríu? – Í Biblíunni segir: „Jesús fór heim með þeim og kom til Nasaret og var þeim hlýðinn.“ (Lúkas 2:51, 52) Hvað getum við lært af fordæmi Jesú? – Já, við þurfum einnig að hlýða foreldrum okkar.
Það var samt ekki alltaf auðvelt fyrir Jesú að hlýða – jafnvel ekki himneskum föður sínum.
Nóttina áður en Jesús dó spurði hann Jehóva hvort hann vildi hætta við það sem hann ætlaði að láta hann ganga í gegnum. (Lúkas 22:42) En Jesús hlýddi Guði þó að það væri ekki auðvelt. Í Biblíunni segir að hann hafi ,lært að hlýða með því að þjást‘. (Hebreabréfið 5:8) Heldurðu að við getum einnig lært að vera hlýðin? –
^ gr. 3 Ef þú ert að lesa fyrir barn geturðu stoppað við þankastrikið og hvatt barnið til að tjá sig.