Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Um sanna tilbeiðslu

Um sanna tilbeiðslu

Lærum af Jesú

Um sanna tilbeiðslu

Hefur Guð velþóknun á hvaða tilbeiðslu sem er?

▪ Jesús hafði samúð með fólki sem hafði látið blekkjast af fölskum trúarbrögðum. Hann sagði: „Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar.“ (Matteus 7:15) Hefurðu tekið eftir að sumir nota trúarbrögð í illum tilgangi?

Jesús sagði í bæn til Guðs: „Þitt orð er sannleikur.“ (Jóhannes 17:17) Guð hefur vanþóknun á tilbeiðslu sem stangast á við sannleika Biblíunnar. Þegar Jesús talaði um suma trúarhræsnarana heimfærði hann upp á þá orð Guðs þar sem segir: „Til einskis dýrka þeir mig því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið.“ — Matteus 15:9.

Eru til sönn trúarbrögð?

▪ Þegar Jesús hitti konu í Samaríu, sem hafði látið blekkjast af fölskum trúarbrögðum, sagði hann við hana: „Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki . . . hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda.“ (Jóhannes 4:22, 23) Það er greinilega hægt að finna sanna tilbeiðslu.

Jesús sagði: „Ég geri ekkert einn og sér heldur tala ég það eitt sem faðirinn hefur kennt mér.“ Jesús vissi því að trúin, sem hann kenndi, væri hin eina sanna trú. (Jóhannes 8:28) Þess vegna sagði hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóhannes 14:6) Þar sem sannir tilbiðjendur nálgast Guð á sama hátt hljóta þeir að vera sameinaðir í einni trú.

Á hverju þekkjast sannir tilbiðjendur?

▪ Kristinn maður fylgir Jesú Kristi. Skoðum fernt sem fylgjendur Jesú þekkjast á þar sem þeir líkja eftir honum.

1. Jesús Kristur sagði í bæn til Jehóva: „Ég hef kunngjört þeim nafn þitt.“ (Jóhannes 17:26) Sannkristnir menn gera það líka.

2. Jesús prédikaði ríki Jehóva og sendi lærisveina sína hús úr húsi til að gera það sama. Hann sagði: „Hvar sem þér komið í borg eða þorp, spyrjist þá fyrir um hver þar sé verðugur.“ Síðar sagði hann fylgjendum sínum: „Farið . . . og gerið allar þjóðir að lærisveinum.“ (Matteus 10:7, 11; 28:19) Það er auðveldlega hægt að þekkja sannkristna menn nú á tímum af því að þeir halda áfram þessu sama starfi.

3. Jesús neitaði að taka þátt í stjórnmálum. Þess vegna sagði hann um fylgjendur sína: „Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.“ (Jóhannes 17:14). Sannir tilbiðjendur ættu að vera þekktir fyrir að vera hlutlausir í stjórnmálum.

4. Jesús sýndi öðrum fórnfúsan kærleika. Hann sagði: „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóhannes 13:35) Sannkristnir menn sýna hver öðrum umhyggju og taka ekki þátt í hernaði.

Sönn tilbeiðsla getur orðið þér til góðs

▪ Til þess að iðka sanna tilbeiðslu þarftu fyrst að kynnast Jehóva vel. Þekkingin á Guði gerir þér kleift að lifa lífinu á sem bestan hátt og fylla hjarta þitt af kærleika til Guðs. Jehóva lofaði eilífu lífi þeim sem elska hann. Jesús sagði: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð.“ — Jóhannes 17:3.

Nánari upplýsingar er að finna í 15. kafla bókarinnar, Hvað kennir Biblían? gefin út af Vottum Jehóva.

[Mynd á bls. 30]

„Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar.“ — Matteus 7:15.