Er hægt að vera ánægður með sitt?
Er hægt að vera ánægður með sitt?
„Ánægja gerir fátæka ríka; óánægja gerir ríka fátæka.“ — Benjamin Franklin
MARGIR hafa lært þetta af reynslunni. Ánægja er ekki eins og hver önnur verslunarvara sem hægt er að kaupa. Heimurinn elur á löngun í meiri eignir, fleiri afrek eða lífsstíl annarra. Það er því engin furða að torvelt virðist að finna þá innri fullnægjukennd sem ánægjan er. Hefur eitthvað af eftirfarandi haft áhrif á þig?
• Auglýsingar hamra á því að við verðum ánægð ef við kaupum þetta eða hitt.
• Keppnisandi í vinnunni eða skólanum ýtir undir að við berum okkur stöðugt saman við aðra.
• Aðrir kunna ekki að meta það sem þú gerir fyrir þá.
• Vinirnir gera mann öfundsjúkan vegna þess sem þeir eiga.
• Stóru spurningunum í lífinu er ósvarað.
Er hægt að vera ánægður með sitt þegar allt þetta dynur á okkur? Páll postuli talar um að vera ánægður með það sem maður hefur. Stundum hafði hann allsnægtir og stundum bjó hann við lítinn kost. Vinir hans dáðust að honum en aðrir spottuðu hann. En hann sagðist hafa ,lært að láta sér nægja það sem hann hafði‘. — Filippíbréfið 4:11, 12.
Þeir sem eru ekki nægjusamir eru ekki ánægðir en Páll sagði að hægt væri að læra það. Við skulum nú skoða fimm ráð í Biblíunni sem geta hjálpað okkur að vera ánægð með lífið.