Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

4. Kærleiksleysi

4. Kærleiksleysi

4. Kærleiksleysi

„Menn verða . . . kærleikslausir.“ — 2. TÍMÓTEUSARBRÉF 3:1-3.

● Chris vinnur á vegum samtaka í Norður-Wales sem aðstoða fórnarlömb heimilisofbeldis. Hann segir: „Ég man eftir einni konu sem leitaði til okkar. Hún var svo illa farin eftir barsmíðar að ég þekkti hana ekki aftur.“ Hann bætir við: „Aðrar konur eru svo þjakaðar á sálinni að þær geta ekki einu sinni litið framan í fólk.“

HVER ER VERULEIKINN? Í einu Afríkulandi hefur um það bil þriðja hver kona verið misnotuð kynferðislega á barnsaldri. Könnun, sem gerð var í þessu landi, leiddi í ljós að meira en þriðjungi karlmanna fannst í lagi að berja konuna sína. Konur eru þó ekki einu fórnarlömb heimilisofbeldis. Nálægt 30 prósentum karlmanna í Kanada hefur verið misþyrmt af maka sínum, svo dæmi sé tekið.

HVAÐ SEGJA SUMIR? Heimilisofbeldi hefur alltaf verið til. Það er bara meira fjallað um það núna en áður.

EIGA ORÐ ÞEIRRA VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST? Á undanförnum áratugum hefur fólk orðið meðvitaðra um heimilisofbeldi. En hefur það dregið úr ofbeldinu? Nei. Það ber enn meira á kærleiksleysi nú en áður.

HVAÐ HELDUR ÞÚ? Er spádómurinn í 2. Tímóteusarbréfi 3:1-3 að uppfyllast? Skortir marga þann kærleika sem þeir ættu eðlilega að bera til fjölskyldunnar?

Fimmti biblíuspádómurinn, sem er að rætast, snertir jörðina — staðinn þar sem við lifum og hrærumst. Lítum nánar á hann.

[Innskot á bls. 7]

„Talið er að heimilisofbeldi sé sá glæpur sem sjaldnast er tilkynnt um. Konur verða fyrir líkamsárás af hendi maka síns að meðaltali 35 sinnum áður en þær leita til lögreglunnar.“ — TALSMAÐUR SÍMARÁÐGJAFAR Í WALES FYRIR FÓRNARLÖMB HEIMILISOFBELDIS.