Biblían breytir lífi fólks
Biblían breytir lífi fólks
HVAÐ varð til þess að ung kona, sem hafði lent á glapstigum, sneri aftur til þeirrar trúar sem hún hafði alist upp við? Lesum frásögu hennar.
„Nú hef ég raunveruleg markmið í lífinu.“ – LISA ANDRÉ
FÆÐINGARÁR: 1986
FÖÐURLAND: LÚXEMBORG
FORSAGA: LENTI Á GLAPSTIGUM
FORTÍÐ MÍN: Ég ólst upp í Bertrange, hreinum, friðsömum og blómstrandi smábæ nálægt Lúxemborg. Ég er yngst fimm systkina. Foreldrar mínir eru vottar Jehóva og lögðu mikið á sig til að innræta okkur systkinunum biblíuleg gildi.
Þegar ég komst á unglingsárin fór ég að hafa verulegar efasemdir um það sem vottar Jehóva kenndu. Í fyrstu leiddi ég efasemdirnar hjá mér en smám saman varð trú mín veikari. Foreldrar mínir gerðu allt sem þeir gátu til að leiða mig á rétta braut en ég hafnaði hjálp þeirra. Án vitundar þeirra umgekkst ég ungt fólk sem bar litla virðingu fyrir foreldravaldi. Mig langaði í frelsið sem virtist fylgja því að lifa eins og þessir krakkar. Við skemmtum okkur mikið, vorum lauslát og neyttum vímuefna og áfengis. Í byrjun fannst mér gaman að vera með fólki sem virtist njóta lífsins til fulls.
Ég var samt ekki ánægð í raun og veru. Lífið með þessum félögum var svo stefnulaust. Enginn lét sig varða nokkurn skapaðan hlut. Ég var aftur á móti ósátt við margt í heiminum, meðal annars hið útbreidda óréttlæti. Ég varð sífellt niðurdregnari eftir því sem tíminn leið.
BIBLÍAN BREYTIR LÍFI MÍNU: Einn daginn þegar ég var á átjánda ári var ég mjög langt niðri. Mamma sá hvað ég var óhamingjusöm og bað mig um að gefa Biblíunni annað tækifæri. Hún hvatti mig til að rannsaka kenningar hennar og ákveða síðan sjálf hvort mig langaði til að lifa í samræmi við þær eða ekki. Þetta einlæga samtal okkar á milli olli þáttaskilum hjá mér. Ég samþykkti að fá aðstoð frá Caroline, eldri systur minni, og Akif, eiginmanni hennar við að skilja Biblíuna betur. Hann var ekki alinn upp sem vottur Jehóva en varð vottur sem fulltíða maður. Vegna fortíðar hans fannst mér að ég gæti talað opinskátt við hann og það skipti mig miklu máli.
Ég vissi að líferni mitt var ekki viðeigandi fyrir vott Jehóva. En í fyrstu fannst mér að það Sálmur 78:40, 41, Biblían 1981; Orðskviðirnir 27:11) Það rann líka upp fyrir mér að líferni mitt snertir annað fólk.
væri einkamál hvernig ég hagaði lífi mínu. Þegar ég kynnti mér Biblíuna betur gerði ég mér hins vegar ljóst að hegðun mín hefur áhrif á tilfinningar Jehóva. (Þegar ég rannsakaði Biblíuna nánar komst ég að raun um að það eru rökréttar og sannfærandi ástæður til að trúa að hún sé orð Guðs. Til dæmis uppgötvaði ég að fjöldi biblíuspádóma hefur ræst með undraverðri nákvæmni. Slík þekking hjálpaði mér að sigrast á fyrri efasemdum.
Um það bil ári eftir að ég hóf að skoða Biblíuna alvarlega fór ég með foreldrum mínum að heimsækja bróður minn en hann vann sem sjálfboðaliði við útibú Votta Jehóva í Þýskalandi. Það hafði sterk áhrif á mig að sjá hve hamingjusamur hann var. Ég hafði einmitt verið að leita að þess konar hamingju. Það hafði einnig djúpstæð áhrif á mig að sjá til annarra votta sem störfuðu þarna. Þeir voru gerólíkir þeim óheiðarlegu spennufíklum sem ég hafði umgengist. Skömmu síðar bað ég til Jehóva og lofaði að þjóna honum það sem eftir væri ævinnar. Þegar ég var 19 ára lét ég skírast til tákns um að ég hefði vígst Jehóva.
ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ MÉR TIL GÓÐS: Nú hef ég raunveruleg markmið í lífinu. Ég hef ánægju af því að kynna öðrum efni Biblíunnar og hjálpa þeim að öðlast þekkingu á Jehóva og fyrirheitum hans um framtíðina. Fjölskylda mín hefur einnig notið góðs af því – hún hefur ekki lengur áhyggjur af mér.
Ég er meðvituð um fyrri mistök en reyni að láta hugann ekki dvelja við þau. Þess í stað hugsa ég fyrst og fremst um fyrirgefningu Jehóva og kærleika hans. Ég er hjartanlega sammála Orðskviðunum 10:22 en þar stendur: „Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana.“
[Innskot á bls. 14]
„Við skemmtum okkur mikið, vorum lauslát og neyttum vímuefna og áfengis.“
[Innskot á bls. 15]
„Ég er meðvituð um fyrri mistök en reyni að láta hugann ekki dvelja við þau.“