Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Spádómar sem hafa alltaf ræst

Spádómar sem hafa alltaf ræst

Spádómar sem hafa alltaf ræst

„Ekkert fyrirheitanna sem voru ykkur í hag og Drottinn, Guð ykkar, gaf ykkur er óefnt.“ – JÓSÚABÓK 23:14.

HVERNIG ER BIBLÍAN ÖÐRUVÍSI? Það er alkunna að véfréttir til forna voru óljósar og vafasamar. Stjörnuspár nú á dögum eru lítið skárri. Þeir sem leggja stund á framtíðarfræði rannsaka hver framtíðin gæti orðið í ljósi núverandi þróunar en reyna þó sjaldan að spá fyrir um einstaka atburði aldir fram í tímann. Spádómar Biblíunnar eru aftur á móti nákvæmir og rætast alltaf, jafnvel þótt þeir hafi boðað „frá öndverðu . . . það sem eigi var enn fram komið“. – Jesaja 46:10.

DÆMI: Á sjöttu öld f.Kr. sá spámaðurinn Daníel sýn. Hann sá heimsveldi Meda og Persa bíða skyndilegan ósigur fyrir Grikklandi. Samkvæmt sýninni myndi þó konungstign hins sigursæla Grikklandskonungs ,brotna‘ þegar „máttur hans [væri] sem mestur“. Hver kæmi í hans stað? Daníel skrifaði: „Fjögur konungsríki munu hefjast af þjóðinni, og þó ekki jafnvoldug sem hann var.“ – Daníel 8:5-8, 20-22, Biblían 1981.

ÞAÐ SEM SAGNFRÆÐINGAR SEGJA: Meira en 200 árum eftir daga Daníels varð Alexander mikli konungur Grikklands. Á innan við tíu árum vann Alexander sigur á medísk-persneska heimsveldinu og færði út landamæri ríkis síns allt austur til Indusar, þar sem nú er Pakistan. En þegar hann var aðeins 32 ára gamall féll hann skyndilega frá. Að lokum liðaðist veldi hans í sundur í orustu nærri Ipsos í Litlu-Asíu. Hershöfðingjarnir fjórir, sem fóru með sigur af hólmi í þessari orustu, skiptu gríska heimsveldinu á milli sín. En enginn þeirra varð þó jafn voldugur og Alexander hafði verið.

HVAÐ HELDUR ÞÚ? Er hægt að segja um einhver önnur rit að spádómar þeirra hafi alltaf ræst? Eða er Biblían einstök?

[Innskot á bls. 4]

„Spádómar Biblíunnar eru . . . svo margir að það er hreinlega útilokað að þeir hafi allir getað ræst fyrir tilviljun.“ – A LAWYER EXAMINES THE BIBLE EFTIR IRWIN H. LINTON.

[Rétthafi myndar á bls. 4]

© Robert Harding Picture Library/​SuperStock