Er til einhver sem heyrir bænir?
Er til einhver sem heyrir bænir?
„Ég efaðist alltaf um tilvist Guðs. En stundum fór ég samt með bænir. Ég var ekki viss um hvort einhver heyrði bænir mínar en innst inni vonaði ég það. Ég var óhamingjusöm og fann engan tilgang með lífinu. Mér fannst ég ekki geta trúað á Guð vegna þess að ég hélt að aðeins veikgeðja fólk tryði á hann.“– PATRICIA, * ÍRLANDI.
GETUR verið að þér líði eins og Patriciu? Ferð þú með bænir jafnvel þótt þú efist um að Guð sé til? Ef svo er ertu ekki einn á báti. Hugleiddu eftirfarandi staðreyndir:
◼ Skoðanakönnun, sem gerð var meðal 2.200 Breta, leiddi í ljós að aðeins 22 prósent trúa því að til sé skapari sem heyrir bænir okkar. En þrátt fyrir það sögðust 55 prósent aðspurðra biðja til Guðs að minnsta kosti af og til.
◼ Alls 10.000 manns frá fjórum heimsálfum tóku þátt í annarri könnun. Í ljós kom að næstum 30 prósent þeirra þátttakenda sem sögðust vera trúlausir fara með bænir.
Af hverju efast fólk?
Mike frá Englandi segir: „Ég var vanur að segja að ég tryði ekki á Guð vegna þess að ég hélt að trúarbrögðin hefðu verið fundin upp í þeim tilgangi að græða peninga og hafa vald yfir fólki. Ég hugsaði líka að ef Guð væri til þá væri ekki svona mikið um óréttlæti. Samt sem áður fann ég mér stundum kyrrlátan stað og byrjaði að tala við ,eitthvað‘. Ég velti því líka fyrir mér af hverju ég væri til.“
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk efist um að bænum þeirra sé svarað. Oft á tíðum stafa efasemdirnar af áleitnum spurningum eins og:
◼ Er til skapari?
◼ Af hverju valda trúarbrögðin svona miklum skaða?
◼ Hvers vegna leyfir Guð þjáningar?
Ættirðu auðveldara með að biðja ef þú fengir svör við þessum spurningum?
[Neðanmáls]
^ gr. 2 Sumum nöfnum í þessari greinaröð hefur verið breytt.