Hver er sá sem heyrir bænir?
Hver er sá sem heyrir bænir?
EF TIL er einhver sem heyrir bænir hlýtur sá hinn sami að vera skapari okkar. Hver annar en sá sem hannaði mannsheilann gæti lesið hugsanir þínar? Hver annar gæti svarað bænum og veitt mönnum þá hjálp sem þeir þurfa á að halda? En er rökrétt að trúa á skapara?
Margir halda að til þess að geta trúað á skapara þurfi maður að hafna því sem nútímavísindi hafa sannað. En sú hugmynd að það samræmist ekki vísindum að trúa á Guð á hreinlega ekki við rök að styðjast. Hugleiddu þetta:
◼ Háskólakennarar, sem kenna vísindi við 21 af fremstu háskólum Bandaríkjanna, voru nýlega beðnir um að taka þátt í skoðanakönnun. Af 1.646 þátttakendum merkti aðeins um þriðjungur þeirra við svarið: „Ég trúi ekki á Guð.“
Staðreyndin er að margir vísindamenn trúa að Guð sé til.
Sannanir um tilvist skapara
Þurfum við að trúa því í blindni að til sé einhver sem heyri bænir? Nei. Sú hugmynd að trú geti alls ekki byggst á rökum er röng. Í Biblíunni er trú skilgreind sem „sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá“. (Hebreabréfið 11:1) Trú „veitir okkur vissu fyrir veruleika sem við sjáum ekki“, segir í annarri biblíuþýðingu. (The New English Bible) Tökum dæmi: Við getum ekki séð útvarpsbylgjur en farsímar eru sönnun þess að þær eru til í raun og veru því að röddin berst með þessum ósýnilegu bylgjum. Við getum heldur ekki séð þann sem heyrir bænir en til eru nægar sannanir sem geta veitt okkur fullvissu fyrir því að hann hljóti að vera til.
Hebreabréfið 3:4) Ertu sammála þessari röksemdafærslu? Þegar þú hugsar um uppruna lífsins, þá röð og reglu sem ríkir í alheiminum eða mannsheilann, flóknustu hönnun sem finna má á jörðu, ályktarðu kannski sem svo að það hljóti að finnast eitthvað æðra mönnunum. *
Hvar finnum við sannanir fyrir því að Guð sé til? Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur. Í Biblíunni er að finna þessi rök: „Sérhvert hús hefur einhver gert en Guð er sá sem allt hefur gert.“ (En við getum ekki lært allt um Guð af náttúrunni. Þegar við sjáum merki um tilvist Guðs í sköpunarverkinu er það eins og að heyra fótatak einhvers sem við sjáum ekki bak við lokaðar dyr. Þú veist að einhver er þarna en þú veist ekki hver það er. Til þess að komast að því þarftu að opna dyrnar. Við verðum að gera eitthvað svipað til að komast að því hver stendur að baki sköpunarverkinu.
Biblían er eins og dyr að þekkingunni á Guði. Þegar þú opnar þessar dyr og kynnir þér nákvæma biblíuspádóma og uppfyllingu þeirra finnurðu sannanir fyrir því að Guð sé til. * Frásögur Biblíunnar af samskiptum Guðs við mennina sýna okkur enn fremur hvers konar persóna hann er.
Hvernig er sá sem heyrir bænir?
Í Biblíunni kemur fram að Guð, sem heyrir bænir, sé persóna sem þú getur kynnst. Já, hann getur hlustað á þig og skilið þig. Það er Sálmur 65:3) Hann hlustar á þá sem biðja til hans í trú. Og hann á sér nafn. * Í Biblíunni segir: „[Jehóva] er fjarlægur ranglátum en bæn réttlátra heyrir hann.“ – Orðskviðirnir 15:29.
hughreystandi að lesa þessi orð: „Þú, sem heyrir bænir, til þín leita allir menn.“ (Jehóva er tilfinningaríkur. Hann er „Guð kærleikans“ og er einnig kallaður ,hinn sæli Guð‘. (2. Korintubréf 13:11; 1. Tímóteusarbréf 1:11, Biblían 1912) Skoðum hvernig hann brást við þegar illskan var allsráðandi á jörðinni. Í Biblíunni segir: „Hann hryggðist í hjarta sínu.“ (1. Mósebók 6:5, 6) Það er rangt að halda því fram að Guð valdi fólki þjáningum til þess að reyna það. Biblían segir: „Fjarri fer því að Guð . . . aðhafist illt.“ (Jobsbók 34:10) En ef Guð er almáttugur skapari hvers vegna leyfir hann þá þjáningar?
Jehóva hefur gefið mönnunum frjálsan vilja og það segir okkur töluvert um það hvernig Guð hann er. Kunnum við ekki að meta það frelsi að geta valið okkar eigin lífsstefnu? En því miður misnota margir þetta frjálsræði og valda sjálfum sér og öðrum þjáningum. Þá vaknar önnur spurning sem þarf að hugleiða vel og vandlega: Hvernig getur Guð bundið enda á þjáningar án þess að svipta mennina frelsinu? Þessa spurningu ætlum við að skoða nánar í næstu grein.
[Neðanmáls]
^ gr. 8 Finna má ítarlegri upplýsingar um sannanir fyrir tilvist Guðs í bæklingnum Var lífið skapað? og í bókinni Er til skapari sem er annt um okkur? Bæði ritin eru gefin út af Vottum Jehóva.
^ gr. 10 Bæklingurinn Bók fyrir alla menn er gefinn út af Vottum Jehóva til að auðvelda þér að skoða sannanir fyrir því að Biblían sé innblásið orð Guðs.
^ gr. 12 Guð á sér nafn eins og sjá má í mörgum biblíuþýðingum. Á íslensku er það oftast ritað Jehóva en stundum Jahve. (2. Mósebók 6:3, neðanmáls)
[Rammi á bls. 5]
Vekja trúarbrögðin efasemdir hjá þér?
Trúarbrögðin fá því miður marga til að draga í efa að til sé umhyggjusamur Guð sem heyrir bænir. Jafnvel bænrækið fólk hefur sagt að það trúi ekki á Guð vegna þess að trúarbrögðin hafi átt sinn þátt í stríðum og hryðjuverkum og umborið misnotkun á börnum.
Af hverju valda trúarbrögðin svona miklum skaða? Í stuttu máli vegna þess að vondir menn hafa gert vonda hluti í nafni trúarinnar. Biblían spáði fyrir að ódæðisverk yrðu unnin í nafni kristinnar trúar. Páll postuli sagði við kristna umsjónarmenn: „Úr hópi sjálfra ykkar munu koma menn sem flytja rangsnúna kenningu til að tæla lærisveinana á eftir sér.“ – Postulasagan 20:29, 30.
Guð hefur andstyggð á falstrúarbrögðum. Reyndar segir í orði hans, Biblíunni, að fölsk trúarbrögð beri ábyrgð á dauða „allra þeirra sem drepnir hafa verið á jörðunni“. (Opinberunarbókin 18:24) Guð er uppspretta kærleikans og þar sem falstrúarbrögðin hafa látið undir höfuð leggjast að kenna fólki sannleikann um hann eru þau blóðsek í augum hans. – 1. Jóhannesarbréf 4:8.
Guð, sem heyrir bænir, finnur til með þeim sem þjást vegna falstrúarbragða. Vegna kærleika síns til mannanna mun hann bráðlega dæma alla trúhræsnara fyrir atbeina Jesú. Jesús sagði: „Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs? . . . Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.“ – Matteus 7:22, 23.