Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Af hverju ættum við að biðja um að ríki Guðs komi?

Langar þig til að vita meira um ríki Guðs og hverju það kemur til leiðar?

Ríki Guðs er raunveruleg ríkisstjórn á himnum. Jesús sagði fylgjendum sínum að biðja um að þetta ríki kæmi, því að það kemur á réttlæti og friði hér á jörð. Ríkisstjórnir manna geta ekki útrýmt ofbeldi, óréttlæti eða sjúkdómum, en ríki Guðs getur það og ætlar að gera það. Guð hefur falið Jesú, syni sínum, að vera konungur í þessu ríki. Jehóva Guð hefur líka valið einstaklinga, sem eru trúfastir fylgjendur Jesú, til að stjórna með honum í þessu ríki. – Lestu Lúkas 11:2; 22:28-30.

Brátt fjarlægir ríki Guðs alla sem standa gegn stjórn Guðs. Bænin um að Guðsríki komi er í rauninni bæn um að ríkisstjórn Guðs ryðji öllum stjórnvöldum manna úr vegi og ríki síðan sjálft yfir jörðinni. – Lestu Daníel 7:13, 14; Opinberunarbókina 11:15, 18.

Af hverju verður ríki Guðs mönnunum til góðs?

Jesús er tilvalinn konungur því að hann er miskunnsamur. Og þar sem hann er sonur Guðs er hann nógu máttugur og voldugur til að geta liðsinnt öllum sem sárbiðja Guð um hjálp. – Lestu Sálm 72:8, 12-14.

Ríki Guðs verður til góðs fyrir alla sem biðja einlæglega um að það komi og breyta líferni sínu í samræmi við vilja Guðs. Ef þú kynnir þér hvað Biblían segir um ríki Guðs muntu aldrei sjá eftir því. – Lestu Lúkas 18:16, 17; Jóhannes 4:23.