Biblíuspurningar og svör
Hvað fær marga til að velta fyrir sér hvort til sé skapari?
Sálmaskáld orti fyrir um það bil 3.000 árum: „Ég er undursamlega skapaður.“ (Sálmur 139:14) Finnst þér ekki líka undursamlegt hvernig barn verður til úr einni frumu? Margir eru sannfærðir um að til sé skapari sem eigi heiðurinn af hönnun allra lifandi vera. – Lestu Sálm 139:13-17; Hebreabréfið 3:4.
Sá sem skapaði alheiminn og gerði jörðina byggilega skapaði einnig lífið. (Sálmur 36:10) Hann hefur látið okkur mönnunum í té upplýsingar um það hver hann sé. – Lestu Jesaja 45:18.
Erum við komin af dýrum?
Mannslíkaminn er að ýmsu leyti svipaður líkama dýranna. Ástæðan fyrir því er sú að skaparinn hannaði bæði mannfólkið og dýrin svo að þau gætu lifað á jörðinni. Hann bjó ekki fyrsta manninn til úr líkama einhvers dýrs heldur mótaði hann af moldu jarðar. – Lestu 1. Mósebók 1:24; 2:7.
Mennirnir eru ólíkir dýrunum á tvo mikilvæga vegu. Í fyrsta lagi eru þeir færir um að kynnast skaparanum, elska hann og virða. Í öðru lagi voru dýrin ekki sköpuð til að lifa að eilífu en það voru mennirnir hins vegar. Fyrsti maðurinn vildi þó ekki fylgja leiðbeiningum skaparans og þess vegna fá allir menn dauðann í arf. – Lestu 1. Mósebók 1:27; 2:15-17.