Söngur 114
Bók Guðs er fjársjóður
1. Sú bók er til sem ber á mörgum blöðum
Guðs boð um frið og von til manna hér.
Svo kröftug er og viska hennar voldug,
hún veitir „dauðum“ líf, ljós „blindra“ er.
En þessi bók er Biblían, orð Drottins,
því boðskap hennar innblés skaparinn.
Menn fyrr á tímum tóku hana’ að skrifa
og til þess veitti Guð þeim anda sinn.
2. Um upphaf sköpunar þeir sögu skráðu
sem skýrir hversu hátt hans máttur rís.
Hún segir manninn fullkominn í fyrstu
og fyrir hvað hann missti paradís.
Um engil nokkurn sögðu hryggðarsögu
er snerist gegn Guðs drottinvaldi þá.
Sú ögrun vakti synd og margar sorgir
en sigur bráðum Jehóva mun fá.
3. Við lifum nú á gleðitímum góðum,
stjórn Guðs er fædd, þar ríkir Kristur hátt.
Nú mönnum færir Jehóva Guð frelsun
og fagnar þeim sem til hans koma’ í sátt.
En bók Guðs felur í sér þennan fjársjóð,
hún flytur okkur veislumat á borð
og frið sem yfir hugsun manns er hafinn.
Við hljótum því að lesa oft Guðs orð.
(Sjá einnig 2. Tím. 3:16; 2. Pét. 1:21.)