Söngur 73
Elskum hvert annað af heilu hjarta
1. Innst í hjarta upptök á sér
elskan sem góðan ávöxt ber.
Bræðrum þá sýnum samkennd hér,
samúð þeim höfum með.
Hreint við skulum tilefni tjá
trúföstum kærleikshjörtum frá,
veglyndi Guðs menn geta þá
gjörla í okkur séð.
Orð og verk tjá okkar ást,
örlát verum því við þá sem þjást.
Látum góðvild sanna sjást,
sífellt iðkum þessa dyggð.
Heiðrum menn og höfum því frið,
hlýlega leggjum öðrum lið.
Baktalið aldrei iðkum við,
ávallt sýnum bræðrum tryggð,
á því einingin er byggð.
2. Þegar elskan hlý er og hrein
hneyksluð við erum afar sein.
Ætlum því bræðrum ekki nein
illindi yfirleitt.
Traustan vinskap getum við glætt,
góðviljuð þá hvert annað bætt.
Samkomur sárin geta grætt,
guðlega kraftinn veitt.
Sérhver orðum syndgar í,
sært við getum aðra þá með því.
Verum mild og verum hlý
við þá sem Guð elskar mest.
Eflum kristin bræðralagsbönd,
bjóðum hvert öðru vinarhönd.
Auðkennd á kærleik um öll lönd
æðstan Guð við miklum best,
ást hans þá í okkur sést.
(Sjá einnig 1. Pét. 2:17; 3:8; 4:8; 1. Jóh. 3:11.)