Söngur 90
Grár hærur eru heiðurskóróna
1. Meðal okkar aldraðir
eiga’ ei æskuþrótt.
Þeir samt sýna þolgæði,
þreyja dag og nótt.
Mátturinn fer minnkandi,
maka sumir misst.
Von um ríkið verndar þá,
vinir fá þá hist.
(VIÐLAG)
Faðir, þú sem þekkir
það sem vel er gert.
Gleð þau Guð og segðu:
„Góður þjónn þú ert!“
2. Hærur eru heiðursdjásn
hreinu fólki á.
Fögur þeirra fórnarlund
föður okkar hjá.
Eitt sinn voru aldraðir
ungir, minnumst þess.
Hver og einn af kærleikstryggð
kraftinn sýndi hress.
(VIÐLAG)
Faðir, þú sem þekkir
það sem vel er gert.
Gleð þau Guð og segðu:
„Góður þjónn þú ert!“
(Sjá einnig Matt. 25:21, 23; Sálm. 71:9, 18; Orðskv. 20:29; Lúk. 22:28; 1. Tím. 5:1.)