Söngur 57
Hugsanir hjarta míns
1. Ó, verði hugsun hjarta míns,
hver hugleiðing þér þóknanleg.
Það stöðugt, Guð minn, styrki mig
er geng ég staðfastur þinn veg.
Er áhyggjur mér íþyngja
og órótt er að nóttu til
ég hugsa megi þá um þig
og það sem gott og rétt ég skil.
2. Það allt sem sannast satt og hreint
og sérhvern dyggðarinnar sið,
já, allt sem gott er afspurnar
ég hugsi um og öðlist frið.
Hver hugsun þín, Guð, einstök er,
þeim enginn festir tölu á.
Ég stöðugt orð þín íhuga
og verð því allur í þeim þá.
(Sjá einnig Sálm. 49:4; 63:7; 139:17, 23; Fil. 4:7, 8; 1. Tím. 4:15.)