Söngur 106
Hver er þinn vinur, Guð
1. Hver er þinn vinur Guð?
Hver gista tjald þitt má?
Hver fær þinn vinskap, hver fær þitt traust,
hver vel þig þekkja má?
Sá sem Guðs orði ann,
ætíð hann treystir þér.
Sá sem er réttvís, tryggur og trúr,
tileinkar sannleik sér.
2. Hver er þinn vinur Guð?
Hver má þig nálgast nú?
Hver er til yndis, hver fær þig glatt,
hverra nöfn þekkir þú?
Allra sem ár og síð
upphefja nafnið þitt,
allra sem hafa heimfært þitt orð
hreinskilnir á líf sitt.
3. Áhyggjum oft til þín
úthellum við í bæn.
Binda þig okkur ástúðarbönd,
umhyggja þín er væn.
Við þráum vinskap þinn,
vaxandi hann því fer.
Engan við betri átt getum vin,
alls engan betri þér.
(Sjá einnig Sálm. 139:1; 1. Pét. 5:6, 7.)