Söngur 93
Látið ljós ykkar skína
1. „Ljósið ykkar lýsi,“ lagt er hverjum þjón.
Eins og sól á alla, að menn öðlist sjón.
Skína helgu skrifin, skýr og traust og hlý.
Endurspeglum ímynd Guðs öllum verkum í.
2. Gleðifréttir góðar gefa leiðsögn nú,
hugga harmi slegna, höndla lífsins trú.
Ljós frá ritning lýsir, leiðsögn þess er best.
Orðin kurteis, krydduð vel, kvíðna geta hresst.
3. Ljós af verki leiftrar, lýsir hér á jörð.
Eykur merking orðsins, einlæg, fögur gjörð.
Látum skína ljósið lífsbraut okkar á.
Verkin okkar vekja þá velvild Guði hjá.
(Sjá einnig Sálm. 119:130; Matt. 5:14, 15, 45; Kól. 4:6.)