Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 130

Lífið er kraftaverk

Lífið er kraftaverk

(Sálmur 36:10)

1. Sérhvert saklaust barn, sérhver döggin væn,

sérhver geisli sólu frá, sáðlöndin græn,

eru gjafir Guðs, gera ljóst hans lag,

kraftaverk sem knýja okkur hvern lífsins dag.

(VIÐLAG)

Hvað eigum við með gjöf hans að gera þá?

Sýna gæsku öðru fólki og ást okkar tjá.

Við gætum aldrei greitt neitt gjald fyrir lífið.

Sú gjöf er ætíð gjöf og guðlegt kraftaverk.

2. Aðrir gefast upp, eygja von ei þeir,

óma orðin konu Jobs: reyndu ei meir.

Aldrei líkjumst þeim, allt gott lofum hér,

allar góðar stundir lífsins þökkum við þér.

(VIÐLAG)

Hvað eigum við með gjöf hans að gera þá?

Elska gjafarann og lífið og ást okkar tjá.

Við gætum aldrei greitt neitt gjald fyrir lífið.

Sú gjöf er ætíð gjöf og guðlegt kraftaverk.