Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 133

Leitið frelsunar Guðs

Leitið frelsunar Guðs

(Sefanía 2:3)

1. Samsæri sver hver þjóð

gegn syni Guðs vígamóð.

Á manna stjórn þá endir er,

um aldir sinn tíma stóð.

Valdhöfum gefst ei grið,

stjórn Guðs komin er á skrið.

Nú Kristur óvini mylja má

og mun á því engin bið.

(VIÐLAG)

Nú leitið ljóst Guðs frelsunar,

já, leitið hans full trúnaðar.

Iðkið réttlæti

og með ráðvendni

styðjið ríkið sem verðugt er.

Þá fela mun og frelsa þig

Drottins frækna hönd.

2. Fólkið allt fær sitt val

en fréttum Guðs hlýða skal.

Þótt sumir hafi hlustað vel

er hunsað oft okkar tal.

Þrautum er mætum þá

við þolgóð þeim sigrumst á.

Því okkur Jehóva annast mun

og eyra grátbeiðnum ljá.

(VIÐLAG)

Nú leitið ljóst Guðs frelsunar,

já, leitið hans full trúnaðar.

Iðkið réttlæti

og með ráðvendni

styðjið ríkið sem verðugt er.

Þá fela mun og frelsa þig

Drottins frækna hönd.