Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 99

Lofum nýjan konung jarðar

Lofum nýjan konung jarðar

(Opinberunarbókin 7:9)

1. Sjá, mikinn múg af hverjum lýð

og kynkvíslum og þjóðum.

Þeim Kristur safnar saman nú

því tíminn styttist óðum.

Guðs vilji bráðum verður hér

því voldugt ríkið stofnsett er.

Sú góða von mönnum gæfu ber,

huggun gefur vegamóðum.

(VIÐLAG)

Lofum Jehóva og

lofum Jesú Krist því

leyst hefur okkur hans lausnarfórn.

Von um eilíft líf við eigum á jörð

brátt undir Guðs friðarstjórn.

2. Við hyllum okkar konung Krist

með helgum gleðiljóðum

því hógvær Friðarhöfðinginn

ljær frelsun mönnum góðum.

Sú fagra tíð brátt fer í hönd

er fjötrar hverfa um öll lönd.

Með upprisu fyrnast feigðarbönd,

jörðin fyllist gleðihljóðum.

(VIÐLAG)

Lofum Jehóva og

lofum Jesú Krist því

leyst hefur okkur hans lausnarfórn.

Von um eilíft líf við eigum á jörð

brátt undir Guðs friðarstjórn.