Söngur 98
Sáum sæðinu
1. Heyr allir sem Jehóva elskið,
af öllu’ ykkar hjarta og sál.
Kom út í starf meistara okkar,
hans aðferðir notið og mál.
Nú óttalaust sáum sannri guðstrú
í sannleikans leitandi hug.
Til vegs Guði ávöxtur okkar er þá
þegar akri hans sinnum af dug.
2. Sum frækornin tvístrast á foldu
er fólk sýnir viðbrögðin dræm.
Þótt sumir fyrst boðskapnum sinni
þá sést fljótt ef hvötin er slæm.
Ef þyrnarnir orðið þagga í hel
er þrá heimsins gæða of sterk.
En eitt og eitt dafnar til ánægju þér
frá jörð ágætri sem ber góð verk.
3. En árangur erfiðis okkar,
hann oft kominn er undir því,
með natni og náungakærleik
að ná hjörtum auðmjúkra’ á ný.
Með árvekni getum óttanum eytt,
með alúð en djörf kennum allt.
Og þannig með fögnuði þú uppskerð gnótt,
allt frá þrítug- upp í hundraðfalt.
(Sjá einnig Matt. 13:19-23; 22:37.)