Söngur 52
Varðveittu hjartað
1. Þitt hjarta skaltu vernda vel
og varast hverja synd.
Því Guð, sem hjartað horfir á,
sér hulda mannsins mynd.
Sum hjörtu eru örvilnuð
og óáreiðanleg.
En þínu hjarta gefðu gaum
og gakktu Drottins veg.
2. Af hjartans löngun leita Guðs
með ljúfri bænargjörð.
Og látlaust skaltu lofa hann
sem léttir kjörin hörð.
Við hógvær hlýðum Jehóva
og hyggjum að hans hag.
Já, sýnum honum hollustu
af hjarta sérhvern dag.
3. Hið illa aldrei hugleiddu
en oft það sem er satt.
Ef orð Guðs hjartað örvar mest
það endurnýjast hratt.
Jah, Jehóva er tryggum trúr,
því treystum ár og síð.
Af hjarta vertu vottur Guðs
og vinur alla tíð.
(Sjá einnig Sálm. 34:2; Fil. 4:8; 1. Pét. 3:4.)