Söngur 147
Einstök eignarþjóð
-
Skartar Guð nýrri sköpun,
með skrautbúna litla hjörð.
Leyst úr mannhafi hefur
því hún holl var á jörð.
(VIÐLAG)
Þín eignarþjóð einstök
helgar ótrauð nafnið dáð.
Þig elskar. Þig óttast.
Sem einn maður boðar hún Guðs náð.
-
Hreinsuð er þjóðin helga
og henni Guð gefur hrós.
Kölluð myrkri frá miklu
í hans máttuga ljós.
(VIÐLAG)
Þín eignarþjóð einstök
helgar ótrauð nafnið dáð.
Þig elskar. Þig óttast.
Sem einn maður boðar hún Guðs náð.
-
Safnar hún öðrum sauðum,
það sýnir að hún er traust.
Og með Guðs lambi gengur,
hlýðir glöð á hans raust.
(VIÐLAG)
Þín eignarþjóð einstök
helgar ótrauð nafnið dáð.
Þig elskar. Þig óttast.
Sem einn maður boðar hún Guðs náð.
(Sjá einnig Mal. 3:17; Jes. 43:20b, 21; Kól. 1:13.)