SÖNGUR 111
Gleðjumst og fögnum
-
1. Við getum þeim fjársjóði fagnað
sem fær ekki grandað neitt ryð,
því gersemar gervallrar jarðar
nú ganga með okkur í lið.
Sú gleði sér grundvöll á traustan,
á Guðs orði rótföst er byggð.
Við dag hvern það duglega lesum,
þá dafnar jafnt trúin sem tryggð.
Sem glóð er í hjartanu glóir
er gleðin svo djúpstæð og virk.
Því þrátt fyrir þrautir og raunir
Guð þolgæði veitir og styrk.
(VIÐLAG)
Við Jehóva Guð tignum glöð
því gleði ljá verk skaparans.
Hans hugsun er djúp og dýrleg hans verk
og dásamleg góðvildin hans.
-
2. Af gleði við gjafir hans dáum,
hann gaf okkur himin og jörð.
Bók sköpunarinnar við skoðum
því skilið hann á þakkargjörð.
Við sigursæl fréttirnar segjum
að senn fari stjórn hans í hönd,
að fætt sé nú friðarins ríki,
við flytjum þau boð um öll lönd.
Um eilífð menn fögnuð þá finna
er fallegur heimur nýr rís.
Þá rætast öll heilögu heitin
um hamingju í paradís.
(VIÐLAG)
Við Jehóva Guð tignum glöð
því gleði ljá verk skaparans.
Hans hugsun er djúp og dýrleg hans verk
og dásamleg góðvildin hans.
(Sjá einnig 5. Mós. 16:15; Jes. 12:6; Jóh. 15:11.)