SÖNGUR 127
Þannig ber mér að lifa
-
1. Hvað get ég þér gefið og gjald borgað þér,
hið góða líf þakkað sem þú, Drottinn, gafst mér?
Í skini þíns orðs mun ég skima mitt hjarta
og skoða þann mann sem þú vilt sjá mig skarta.
(MILLIKAFLI)
Með fögnuði líf mitt ég gaf þér að gjöf,
ég gaf það af kærleik en alls ekki af kvöð.
Af viljugu hjarta ég vil þjóna þá
og vera enn einn sem gleðja þig má.
Kenn mér Guð að skoða, að kanna og sjá
það hvern mann ég geymi, hvaða hvatir ég á.
Þú trúfastur ert þeim sem trúfesti sýna.
Æ, teldu mig með þeim sem gleðja lund þína.
(Sjá einnig Sálm 18:26; 116:12; Orðskv. 11:20.)