SÖNGUR 150
Leitum hjálpræðis Guðs
-
1. Samsæri sver hver þjóð
gegn syni Guðs vígamóð.
Á manna stjórn nú endir er,
um aldir sinn tíma stóð.
Valdhöfum gefst ei grið,
stjórn Guðs komin er á skrið.
Brátt Kristur óvini mylja má
og mun á því engin bið.
(VIÐLAG)
Guðs hjálpræðis þú leita skalt,
í hendur honum fela allt.
Leita réttlætis
fullur þakklætis,
sýndu ríki hans holla lund.
Með eigin augum sérðu þá
Drottins sigurstund.
-
2. Fólkið allt fær sitt val,
nú fréttum Guðs dreifa skal.
Þótt sumir hlusti harla vel
oft hunsað er okkar tal.
Þrautum er mætum þá
við þolgóð þeim sigrumst á.
Því okkur Jehóva annast mun
og eyra grátbeiðnum ljá.
(VIÐLAG)
Guðs hjálpræðis þú leita skalt,
í hendur honum fela allt.
Leita réttlætis
fullur þakklætis,
sýndu ríki hans holla lund.
Með eigin augum sérðu þá
Drottins sigurstund.
(Sjá einnig 1. Sam. 2:9; Sálm 2:2, 3, 9; Orðskv. 2:8; Matt. 6:33.)