SÖNGUR 23
Jehóva tekur völd
-
1. Vegsamið valdhafann hér,
valdið í Krists höndum er.
Í Síon Kristur er hyrningarsteinn.
Raust okkar hefjum upp hátt,
hljómi Guðs lofsöngur dátt.
Frelsarans hlutverki
nú hnikar ekki neinn.
(VIÐLAG)
Hvað færir ríkið þegnum sínum?
Réttlæti’ og sigur sannleikans.
Hvað fær það auk þess þegnum sínum?
Lífið og gleði kærleikans.
Lofið alheims dýrðardrottin,
dásemdir og miskunn hans.
-
2. Ríki Guðs ræður nú hér,
nær Harmagedón því er.
Heimsskipan Satans svo hverfa mun fljótt.
Nú verður sannleik að sá
sem þarf til allra að ná.
Hógværum hjálpum við
að hlýða kalli skjótt.
(VIÐLAG)
Hvað færir ríkið þegnum sínum?
Réttlæti’ og sigur sannleikans.
Hvað fær það auk þess þegnum sínum?
Lífið og gleði kærleikans.
Lofið alheims dýrðardrottin,
dásemdir og miskunn hans.
-
3. Mikils við metum öll Krist,
mætti hann beitir af list,
kemur í nafni Guðs konungurinn.
Göngum um musterishlið,
meðtökum sátt hans og frið.
Upp rennur stundin brátt
er stjórnar sonurinn.
(VIÐLAG)
Hvað færir ríkið þegnum sínum?
Réttlæti’ og sigur sannleikans.
Hvað fær það auk þess þegnum sínum?
Lífið og gleði kærleikans.
Lofið alheims dýrðardrottin,
dásemdir og miskunn hans.
(Sjá einnig 2. Sam. 7:22; Dan. 2:44; Opinb. 7:15.)