Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 26

Þið gerðuð mér gott

Þið gerðuð mér gott

(Matteus 25:34-40)

  1. 1. Jesús sauðina á sem nú safnast í lið

    hinna smurðu sem er hans brúður við hlið.

    Það sem gert er þeim gott

    og af gjafmildi veitt

    ei gleymist og það verður allt endurgreitt.

    (VIÐLAG)

    „Er þið hughreystuð þá þið hughreystuð mig.

    Er þið hjálp veittuð þeim þið hjálp veittuð mér.

    Öll verk fyrir þá voru verk fyrir mig.

    Þú vannst fyrir þá, þú vannst fyrir mig.

    Er þú gerðir þeim gott þú gott gerðir mér.“

  2. 2. „Þegar hungraður var og á huggun var þörf

    ávallt hýstuð þið mig, það gerðuð þið djörf.“

    „Hvenær sinntum við þér?“

    þessir spyrja hann þá.

    Í svarinu Kristur mun huga sinn tjá:

    (VIÐLAG)

    „Er þið hughreystuð þá þið hughreystuð mig.

    Er þið hjálp veittuð þeim þið hjálp veittuð mér.

    Öll verk fyrir þá voru verk fyrir mig.

    Þú vannst fyrir þá, þú vannst fyrir mig.

    Er þú gerðir þeim gott þú gott gerðir mér.“

  3. 3. „Holl þið reynst hafið mér, góðverk rækið þið trú,

    leggið rækt starfið við með bræðrum Krists nú.“

    Þá mun kóngurinn segja þeim:

    „Komið þið hér

    því kjörin þið eruð að fá líf frá mér.“

    (VIÐLAG)

    „Er þið hughreystuð þá þið hughreystuð mig.

    Er þið hjálp veittuð þeim þið hjálp veittuð mér.

    Öll verk fyrir þá voru verk fyrir mig.

    Þú vannst fyrir þá, þú vannst fyrir mig.

    Er þú gerðir þeim gott þú gott gerðir mér.“