Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 43

Þakkarbæn

Þakkarbæn

(Sálmur 95:2)

  1. 1. Náðugi faðir, við nálgumst þig þakklát,

    nefnum oft þakkirnar í okkar bæn.

    Í þínum höndum við athvarf gott eigum,

    ávallt því hlustum á rödd þína næm.

    Mistökin dag hvern á syndugt hold minna,

    miskunnar leitum oft í okkar neyð.

    Lausnargjald greiddir svo þakklát við þjónum,

    þrátt fyrir veikleika opnar þú leið.

  2. 2. Takk fyrir ástúð og umhyggju þína,

    öll okkur hefur þú dregið til þín.

    Frædduʼ okkur um þig svo þér getum þjónað,

    þekkjum vel veginn, ei förlast þá sýn.

    Takk fyrir anda þinn, aflið hið mikla,

    eykur hann kjark svo við segjum þér frá.

    Gefðuʼ okkur auðmýkt og gleði í starfi,

    gleðjumst því slíkir fá hæli þér hjá.