Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 46

Við þökkum þér, Jehóva

Við þökkum þér, Jehóva

(1. Þessaloníkubréf 5:18)

  1. 1. Þér, Jehóva, þökkum nú lífgjöf og ljós

    og leiðsögn sem verðskuldar einlægt hrós,

    þá blessun að mega í bæn leita þín

    og bera fram málefni okkar brýn.

  2. 2. Við þökkum þér, Guð, að þú gafst soninn þinn

    sem gegn þessum heimi vann sigurinn.

    Við þökkum þér, Guð, að þú vísar þinn veg

    svo við getum efnt heitin dyggileg.

  3. 3. Við þökkum þér, Guð, að þú gafst heiður þann

    að göfga þitt nafn, boða sannleikann.

    Við þökkum að brátt verður illskunni eytt,

    þín eilífa blessun þá mönnum veitt.