SÖNGUR 73
Veittu okkur hugrekki
-
1. Er við boðskap ríkis berum
flytjum boð um nafn þitt æðst.
Margir andsnúnir því eru,
stundum er að okkur hæðst.
Eigi óttumst aðra menn,
við heldur auðmjúk hlýðum þér.
Veittu okkur heilagan anda,
þetta einlæg bæn okkar er.
(VIÐLAG)
Djörfung veittu er við vitnum,
ótta viljum sigrast á.
Veittu áræðni og ákefð,
fréttir allir þurfa’ að fá
um þann dag sem dóm þinn mun tjá
er þú Harmagedón munt há.
Okkur veittu kjark að vitna,
veit þessa bæn.
-
2. Þegar óttinn okkur þjakar,
veistu að við getum þreyst.
Stuðning góðan okkur gefur,
ávallt getum við því treyst.
Taktu eftir ógnum frá
þeim sem að ofsækja og þjá.
Megi hönd þín hjálpa’ okkur áfram
svo við hugrökk segjum þér frá.
(VIÐLAG)
Djörfung veittu er við vitnum,
ótta viljum sigrast á.
Veittu áræðni og ákefð,
fréttir allir þurfa’ að fá
um þann dag sem dóm þinn mun tjá
er þú Harmagedón munt há.
Okkur veittu kjark að vitna,
veit þessa bæn.
(Sjá einnig 1. Þess. 2:2; Hebr. 10:35.)