Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 75

„Hér er ég. Send þú mig.“

„Hér er ég. Send þú mig.“

(Jesaja 6:8)

  1. 1. Menn smána nafn Guðs opinskátt

    og efast um hans mikla mátt.

    Menn segja’ að hann sé grimmur Guð,

    hann er ei til í heimskra hug.

    Hver mikla vill Guðs helga nafn

    því enginn til er honum jafn?

    (VIÐLAG 1)

    „Guð, hér er ég. Guð, send þú mig.

    Ég syngja vil mitt lof um þig.

    Því æðri heiður hlýt ég ei, Guð.

    Hér er ég, Guð, send þú mig.“

  2. 2. Oft eru menn sem harður leir

    og guðsótta þá hafna þeir.

    Þeir treysta því sem augun sjá

    og Sesar guð er sumum hjá.

    Hver varar við þá vondu menn

    að lokastríð Guðs komi senn?

    (VIÐLAG 2)

    „Guð, hér er ég. Guð, send þú mig.

    Ég óttalaust vil vara við.

    Því æðri heiður hlýt ég ei, Guð.

    Hér er ég, Guð, send þú mig.“

  3. 3. Þeir andvarpa sem finna’ og sjá

    að illskan magnast jörðu á,

    með hreinu hjarta leita þó

    að sannleika og hugarró.

    Hver huggar þá og hjálpar þeim

    að eignast von um nýjan heim?

    (VIÐLAG 3)

    „Guð, hér er ég. Guð, send þú mig.

    Ég fræða slíka vil um þig.

    Því æðri heiður hlýt ég ei, Guð.

    Hér er ég, Guð, send þú mig.“

(Sjá einnig Sálm 10:4; Esek. 9:4.)