SÖNGUR 87
Komið og endurnærist
-
1. Í vegvilltum heimi nú við erum stödd,
á vegum Guðs kann hann ei skil.
Við leiðsagnar þörfnumst á lífsleiðinni
og leitum því Jehóva til.
Á samkomum byggjum við saman upp trú,
þar svölun og huggun má fá.
Þær hvetja til verka á kærleika byggð,
þar kraft sækjum í Drottins spá.
Ei safnaðarsamkomur vanrækjum við
og vilja Guðs gerum hvern dag.
Þar fræðsluna öðlumst um fegurra líf,
sú fræðsla er okkur í hag.
-
2. En þarfirnar Jehóva þekkir langbest,
við þurfum oft uppfræðslustund.
Er tökum frá tíma í samkomusókn
við sýnum traust og hyggna lund.
Með heilnæmu fræðslunni hirðunum frá
þá höldum við boðorð Guðs hrein.
Með ástríkum stuðningi alls bræðralags
þá erum við alls ekki ein.
Á meðan við hlökkum til mun betra lífs
við mætum með vinunum hér
og lærum að ganga um viskunnar veg,
já, visku sem ofan að er.
(Sjá einnig Sálm 37:18; 140:2; Orðskv. 18:1; Ef. 5:16; Jak. 3:17.)