Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 96

Bók Guðs er fjársjóður

Bók Guðs er fjársjóður

(Orðskviðirnir 2:1)

  1. 1. Til er sú bók sem flytur gleðiboðskap,

    frá himni boð um frið til manna ber.

    Hún kröftug er og viska hennar voldug,

    hún veitir „dauðum“ líf, ljós „blindra“ er.

    En þessi bók er Biblían, orð Drottins,

    því hennar boðskap innblés skaparinn.

    Þeir sem hans kærleik skildu fengu’ að skrifa,

    örlátur skenkti hann þeim anda sinn.

  2. 2. Um upphaf sköpunar þeir sögu skráðu,

    um stjörnuskarann sem á himni rís.

    Hún segir manninn fullkominn í fyrstu

    og fyrir hvað hann missti paradís.

    Um engil nokkurn segir hryggðarsögu,

    hann snerist gegn Guðs drottinvaldi þá.

    Sú ögrun vakti synd og margar sorgir

    en bráðum sigur Jehóva mun fá.

  3. 3. Við sjáum margt sem gæðir lífið gleði,

    nú ríkja Guð og Kristur himni á.

    Guðsríki öllum boðum við því ótrauð,

    að undir stjórn Guðs rætist fögur þrá.

    Já, bók Guðs færir okkur mikinn fögnuð,

    dýrmæta fæðu ber á okkar borð.

    Og frið sem yfir hugsun manns er hafinn,

    við hljótum því að lesa oft Guðs orð.