Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Brátt kemur sú stund

Brátt kemur sú stund

Sækja:

  1. 1. Lífið nú er engin paradís,

    er ekki auðvelt fyrir neinn.

    En ég berst áfram einn daginn enn,

    með von að vopni sigra senn.

    (VIÐLAG)

    Brátt kemur sú stund þegar hverfa’ öll mein,

    síung við verðum, laus við kvöl og vein.

    Brátt kemur sú stund þegar lifnar allt við,

    þakklát þiggjum gjafir þínar, Guð, við elskum þig.

  2. 2. Þögnin einangrandi, þjakandi,

    og augun myrkvast smátt og smátt.

    Bráðlega dagsbirtu vakna við,

    hljómfagrir tónar gleðja mig.

    (VIÐLAG)

    Brátt kemur sú stund þegar hverfa’ öll mein,

    síung við verðum, laus við kvöl og vein.

    Brátt kemur sú stund þegar lifnar allt við,

    þakklát þiggjum gjafir þínar, Guð, við elskum þig.

    (MILLIKAFLI)

    Á myrkum degi stundum týni mér,

    þá albjört von lýsir upp minn veg.

    (VIÐLAG)

    Brátt kemur sú stund þegar hverfa’ öll mein,

    síung við verðum, laus við kvöl og vein.

    Brátt kemur sú stund þegar stígum léttan dans,

    þakklát þiggjum gjafir þínar, Guð, við elskum þig.

    (VIÐLAG)

    Brátt kemur sú stund þegar hverfa’ öll mein,

    síung við verðum, laus við kvöl og vein.

    Brátt kemur sú stund þegar lifnar allt við,

    þakklát segjum: Guð, ég elska þig.