Hoppa beint í efnið

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | UPPELDI

Að tala við börn um kynþáttafordóma

Að tala við börn um kynþáttafordóma

 Barnið þitt er ekki endilega orðið hátt í loftinu þegar það verður vart við að sumir nota húðlit eða þjóðerni sem afsökun fyrir að mismuna fólki. Hvernig getur þú komið í veg fyrir að barnið þitt verið fyrir áhrifum af kynþáttafordómum annarra? Hvað getur þú gert ef það verður fórnarlamb slíkra fordóma?

Í þessari grein

 Hvernig getur þú talað um mismunandi kynþætti við börn?

 Það sem þú getur útskýrt. Það er dásamleg fjölbreytni í útliti og siðvenjum fólks út um allan heim. Þessi fjölbreytni hefur því miður fengið suma til að koma illa fram við fólk sem lítur öðruvísi út en það eða hefur aðra siði.

 En Biblían kennir okkur að allir menn eigi sameiginlegan forföður. Við eigum því skyldleika við allt fólk.

„[Guð] gerði af einum manni allar þjóðir.“Postulasagan 17:26.

 „Þegar börnin okkar umgengust fólk af ólíkum kynþáttum sáu þau að hver einstaklingur verðskuldar ást okkar og virðingu.“ – Karen.

 Hvernig geturðu útskýrt kynþáttafordóma?

 Fyrr eða síðar á barnið þitt eftir að heyra fréttir um hatursglæpi eða óréttlæti tengt kynþætti. Hvernig geturðu útskýrt hvað er í gangi? Það veltur að miklu leyti á aldri barnsins.

  •   Börn á forskólaaldri. „Lítil börn eru mjög næm fyrir því hvað er sanngjarnt og hvað er ósanngjarnt,“ segir Allison Briscoe-Smith barnasálfræðingur í tímaritinu Parents. „Það skapar góðan grundvöll til að ræða um ranglæti.“

„Guð mismunar ekki fólki heldur tekur hann á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.“Postulasagan 10:34, 35.

  •   Börn á aldrinum 6 til 12 ára. Þau eru forvitin og spyrja stundum óþægilegra spurninga. Svaraðu þeim eins vel og þú getur. Talaðu við börnin þín um það sem þau sjá í skólanum og í fjölmiðlum og notaðu þessar umræður til að útskýra fyrir þeim að kynþáttafordómar eru óboðlegir.

„Verið öll samhuga, sýnið samkennd, bróðurást, innilega umhyggju og auðmýkt.“1. Pétursbréf 3:8.

  •   Unglingar. Á unglingsárunum fer einstaklingurinn að skilja og ná tökum á flóknari viðfangsefnum. Unglingsárin eru því kjörinn tími fyrir foreldra til að ræða fréttir af kynþáttaójöfnuði.

„Þroskað fólk … [hefur] notað skilningsgáfuna og þjálfað hana til að greina rétt frá röngu.“Hebreabréfið 5:14.

 „Við tölum um kynþáttafordóma við börnin okkar vegna þess að þau eiga eftir að standa andspænis þeim án tillits til þess hvar þau búa. Ef ekki er rætt um þessi mál á heimilinu gætu þau farið að líkja eftir hugarfari annarra. Hætt er við að alls konar röngum upplýsingum verið komið á framfæri við þau eins og um staðreyndir sé að ræða.“ – Tanya.

 Hvernig getur þú gefið gott fordæmi?

 Börn læra af því sem fyrir þeim er haft. Það er því mikilvægt að þú sem foreldri hugleiðir orð þín og gerðir. Til dæmis:

  •   Segir þú brandara um fólk af öðrum kynþáttum eða gerir lítið úr því? „Börnin þín fylgjast með þér og hlusta á þig og þau líkja eftir fordæmi þínu,“ að sögn the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry.

  •   Nýtur þú þess að umgangast fólk frá öðrum heimshlutum? Barnalæknirinn Alanna Nzoma segir: „Ef þú vilt að börnin þín … myndi góð tengsl við fólk af ólíkum bakgrunni ættir þú að vera þeim fyrirmynd.“

„Virðið alls konar menn.“1. Pétursbréf 2:17.

 „Í gegnum árin höfum við tekið á móti fólki víðsvegar að úr heiminum. Við höfum fræðst um matarvenjur þeirra, tónlist og höfum jafnvel klæðst hefðbundnum fötum frá þeirra löndum. Þegar við tölum við börnin okkar tölum við um fólk, ekki um kynþætti. Og við forðumst að stæra okkur af eigin menningu.“ – Katarina.

 Hvað ef barnið er fórnarlamb slíkra fordóma?

 Þó að mikið sé talað um jafnrétti eru kynþáttafordómar stórt vandamál. Þetta þýðir að barnið þitt gæti átt á hættu að mæta særandi framkomu, sér í lagi ef það telst til minnihlutahóps. Hvað er til ráða ef slíkt hendir?

 Kynntu þér staðreyndir málsins. Var þetta viljandi gert eða sagt eða var aðeins um dómgreindarskort að ræða? (Jakobsbréfið 3:2) Þarf að láta gerandann að standa fyrir máli sínu eða er hægt að líta fram hjá atvikinu?

 Gæta þarf jafnvægis. Biblían gefur þetta viturlega ráð: „Vertu ekki fljótur til að móðgast.“ (Prédikarinn 7:9) Ekki ætti að gera lítið út kynþáttafordómum en hvert smáatvik þarf ekki er flokkast með hatursglæpur eða bera vott um kynþáttahatur.

 Hvert tilvik er ólíkt öðru, þannig að mikilvægt er að vita hvað gerðist í raun og veru áður en þú ákveður að grípa til aðgerða.

„Ef einhver svarar áður en hann heyrir málavexti er það heimskulegt og til skammar.“Orðskviðirnir 18:13.

 Þegar þú hefur kynnt þér málavexti skaltu spyrja þig:

  •   Mun það gagnast bari mínu ef það ályktar hið versta um fólk og lítur á sig sem fórnarlamb við minnstu stríðni?

  •   Gæti barnið mitt haft hag af þessu ráði Biblíunnar? „Taktu ekki allt sem fólk segir nærri þér.“ – Prédikarinn 7:21.

„Verið þekkt fyrir að vera sanngjörn.“Filippíbréfið 4:5.

 Hvað ef um ásetning er að ræða? Hjálpaðu barni þínu að átta sig á að hlutirnir geta batnað eða versnað eftir því hvernig það bregst við aðstæðum. Stundum er sá sem hæðist að öðrum eða leggur annan í einelti að leita eftir viðbrögðum. Í slíkum tilfellum geta bestu viðbrögðin verið engin viðbrögð.

„Eldurinn slokknar þegar eldiviðinn vantar.“ – Orðskviðirnir 26:20.

 Ef það er óhætt fyrir barnið þitt gæti það hugsanlega talað við þann sem særði það. Barnið þitt gæti kannski sagt (án þess að stofna til deilna): „Mér fannst það sem þú sagðir (eða gerðir) ekki fallegt.“

 Hvað ef þú vilt tilkynna atvikið? Ef velferð barns þíns er ógnað eða þér finnst af einhverjum öðrum ástæðum að ekki skuli líta fram hjá atvikinu þá skaltu ekki hika við að tala við umsjónarmenn skólans eða jafnvel lögregluna ef það er nauðsynlegt.