GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | UPPELDI
Hvernig eiga foreldrar að leiðbeina börnum sínum?
Gott að vita
Í sumum menningarsamfélögum eru börn og foreldrar tengd sterkum böndum og börnin leita til foreldra til að fá leiðsögn. Í öðrum menningarsamfélögum leita börn gjarnan til jafnaldra sinna til að fá ráð.
Þegar börn leita ráða hjá jafnöldrunum virða þau ekki leiðsögn foreldrana eins mikið. Og þegar þau ná táningsaldri getur foreldrunum fundist þau ekki hlusta lengur á leiðbeiningar sínar. Það er ekki að undra. Þegar börn nota svona mikinn tíma með öðrum börnum er eins og þau séu alin upp af þeim í stað foreldra sinna.
Hvers vegna getur það gerst að börn tengist jafnöldrum sínum sterkari böndum en foreldrunum? Veltu eftirfarandi ástæðum fyrir þér.
Skólinn. Þegar börn nota mest allan tíma sinn með öðrum börnum myndast tengsl og þau gætu viljað þóknast þeim frekar en foreldrum sínum. Þetta getur ágerst þegar börn komast á unglingsárin.
Minni tími saman. Mörg börn koma heim úr skólanum og það er enginn heima, ef til vill vegna þess að foreldrið eða foreldrarnir eru í vinnunni.
Unglingamenning. Þegar börn ná unglingsaldri eru þau umkringd unglingamenningu sem hefur sínar eigin reglur, meðal annars um það hvernig á að klæðast, tala og haga sér. Það sem félögunum finnst skiptir oft meira máli en það sem foreldrunum finnst.
Markaðssetning. Viðskiptaheimurinn miðar margar vörur og afþreyingu algerlega við ungt fólk og það breikkar enn frekar kynslóðabilið. „Ef unglingamenningin hyrfi myndu mörg milljarða fyrirtæki verða gjaldþrota,“ skrifar doktor Robert Epstein. a
Það sem þú getur gert
Haltu sterku sambandi við barnið þitt.
Biblían segir: „Þessi orð, sem ég boða þér í dag, skulu vera þér hugföst. Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum. Þú skalt hafa þau yfir þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur.“ – 5. Mósebók 6:6, 7.
Barnið þitt getur átt jafnaldra að vinum en þeir geta ekki gefið þá leiðsögn sem foreldrar geta gefið. En góðu fréttirnar eru þessar: Sérfræðingar segja að meirihluti barna og unglinga virði foreldra sína og vilji gleðja þá. Ef þú heldur sterku sambandi við börnin þín hefurðu meiri áhrif á þau þegar þau komast á unglingsárin.
„Þú verður að verja tíma með börnunum við dagleg störf eins og að elda mat, þrífa og jafnvel heimalærdóm. Gerið eitthvað skemmtilegt saman eins og fara í leiki, horfa á kvikmyndir eða sjónvarp. Ekki hugsa sem svo að það sé nóg að hafa „gæðatíma“ saman – einn eða tvo tíma hér og þar. Gæði koma ekki í staðinn fyrir magn!“ – Lorraine
Sjáðu til þess að barnið þitt eigi ekki bara vini á sama aldri.
Biblían segir að ,heimskan geti sest í hjarta sveinsins‘. – Orðskviðirnir 22:15.
Sumir foreldrar eru sáttir þegar börnin þeirra eiga marga vini. En þótt barn gæti virst eiga marga vini þarf það vini á mismunandi aldri til að þroskast. Og jafnaldrar sjá ekki fyrir þeirri leiðsögn og forystu sem ungt fólk þarfnast og foreldrarnir eru best fallnir til að veita.
„Jafnaldrarnir hafa ef til vill þekkingu af ýmsu tagi en þeir hafa ekki færni, reynslu og þá visku sem ungt fólk þarfnast til að taka bestu ákvarðanirnar. Þegar unglingar fylgja leiðsögn foreldranna vaxa þeir og þroskast í samræmi við aldur.“ – Nadia.
Sjáðu fyrir viturlegri leiðsögn.
Biblían segir: „Eigðu samneyti við vitra menn, þá verður þú vitur.“ – Orðskviðirnir 13:20.
Jafnvel þegar börnin þín verða eldri geta þau haft mikið gagn af því að vera með þér. Vertu þeim góð fyrirmynd.
„Mikilvægustu fyrirmyndir barna eru foreldrar þeirra. Þegar börnum er kennt að virða og þykja vænt um foreldra sína vilja þau líkjast þeim þegar þau vaxa úr grasi.“ – Katherine.
a Úr bókinni Teen 2.0 – Saving Our Children and Families From the Torment of Adolescence.