Veldur Satan djöfullinn öllum þjáningum?
Svar Biblíunnar
Í Biblíunni kemur fram að Satan djöfullinn er raunveruleg persóna sem fær sitt fram með „lygatáknum“ og „ranglætisvélum“ eins og valdamikill glæpaforingi sem „tekur á sig ljósengilsmynd“. (2. Þessaloníkubréf 2:9, 10; 2. Korintubréf 11:14) Tilveru Satans má skynja af tjóninu sem hann veldur.
Hann á samt ekki sök á öllum þjáningum. Hvers vegna ekki? Vegna þess að Guð skapaði mannkynið þannig að það gæti valið hvort það vildi gera gott eða illt. (Jósúabók 24:15) Þegar við tökum óskynsamlegar ákvarðanir uppskerum við í samræmi við það. – Galatabréfið 6:7, 8.