Er fyrir fram ákveðið hvenær við deyjum?
Svar Biblíunnar
Nei, dánardagur okkar er ekki fyrir fram ákveðinn. Biblían styður ekki forlagatrú heldur segir að „tími og tilviljun“ ráði því oft að menn deyi. – Prédikarinn 9:11.
Stendur ekki í Biblíunni að það ‚hafi sinn tíma að deyja‘?
Jú, það er rétt. Í Prédikaranum 3:2 stendur: „Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, að gróðursetja hefur sinn tíma og að uppræta hið gróðursetta hefur sinn tíma.“ En af samhenginu má sjá að Biblían er einfaldlega að ræða um þær hringrásir sem menn almennt búa við. (Prédikarinn 3:1–8) Guð hefur ekki ákveðið dánardag okkar hvers og eins, ekkert frekar en að hann þvingar bónda til að sá á ákveðnum tímapunkti. Lærdómurinn er öllu heldur sá að við ættum ekki að vera svo upptekin af veraldlegum hlutum að við gleymum skapara okkar. – Prédikarinn 3:11; 12:1, 13.
Við getum haft áhrif á ævilengd okkar
Þó að margt í lífinu sé óvisst er oft hægt að lifa lengur með því að taka skynsamlegar ákvarðanir. Í Biblíunni segir: „Kennsla hins vitra er lífslind og forðar frá snörum dauðans.“ (Orðskviðirnir 13:14) Móse sagði líka Ísraelsmönnum að þeir gætu ‚orðið langlífir‘ ef þeir hlýddu boðum Guðs. (5. Mósebók 6:2) Á hinn bóginn getur maður líka stytt lífið ef maður hegðar sér heimskulega. – Prédikarinn 7:17.
Sama hversu skynsöm eða varkár við erum getum við samt ekki umflúið dauðann. (Rómverjabréfið 5:12) Þetta á þó eftir að breytast því að Biblían lofar okkur að sá tími komi þegar „dauðinn verður ekki til framar“. – Opinberunarbókin 21:4.